Einkavæðing fjarskiptafyrirtækis

Staðsetning: Grand Hóteli, Hvammi kl. 12:00 - 13.30

Þýsk-íslenska verslunarráðið í samstarfi við Verslunarráð efnir til fundar með Klaus-Dieter Scheurle sem mun fjalla um einkavæðingu á þýska símafyrirtækinu Deutsche Telekom.

Klaus-Dieter Scheurle leiddi einkavæðingu DT og sá um skipulagningu og undirbúning, sem þáverandi framkvæmdastjóri Fjarskiptaeftirlitsins. Stöðu sinnar vegna býr Scheurle yfir víðtækri þekkingu á einkavæðingarferli fjarskiptafyrirtækja. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að fá innsýn í það viðamikla verkefni sem einkavæðing fjarskiptafyrirtækis er.


Fyrirfram skráning er æskileg og fer fram hjá Þýsk-íslenska verslunarráðinu í síma 510 7100 eða á info@ahk.is. Fundargjald er kr. 2500 (léttur hádegisverður innifalinn).

Tengt efni

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn ...
16. jan 2023

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021

Alltaf á þolmörkum? Staða og framtíðarhorfur í heilbrigðismálum

Viðskiptaráð efnir til morgunfundar um heilbrigðismál. Fundurinn er einungis ...
18. ágú 2021