Einkavæðing fjarskiptafyrirtækis

Staðsetning: Grand Hóteli, Hvammi kl. 12:00 - 13.30

Þýsk-íslenska verslunarráðið í samstarfi við Verslunarráð efnir til fundar með Klaus-Dieter Scheurle sem mun fjalla um einkavæðingu á þýska símafyrirtækinu Deutsche Telekom.

Klaus-Dieter Scheurle leiddi einkavæðingu DT og sá um skipulagningu og undirbúning, sem þáverandi framkvæmdastjóri Fjarskiptaeftirlitsins. Stöðu sinnar vegna býr Scheurle yfir víðtækri þekkingu á einkavæðingarferli fjarskiptafyrirtækja. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að fá innsýn í það viðamikla verkefni sem einkavæðing fjarskiptafyrirtækis er.


Fyrirfram skráning er æskileg og fer fram hjá Þýsk-íslenska verslunarráðinu í síma 510 7100 eða á info@ahk.is. Fundargjald er kr. 2500 (léttur hádegisverður innifalinn).

Tengt efni

Framsögufólk Viðskiptaþings kynnt til leiks

Hulunni hefur nú verið svipt af framsögufólki Viðskiptaþings 2020 sem fer fram ...
27. jan 2020

Skilvirkni og hagkvæmni í þágu atvinnulífs og neytenda

Opinberar stofnanir ættu að vera færri frekar en fleiri, umfang þeirra nægilegt ...
12. nóv 2020

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020