Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Staðsetning: Verzlunarskólinn, Blái salur kl. 14:00-16:00

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til stúdentsprófs. Fjallað verður um ávinning af styttingu náms til stúdentsprófs, áhrif styttingar á skipulag skóla, hvernig grunnskólinn breytist, hvort háskólarnir séu hlynntir breytingu, hvort sérhæfing skóla og ný námskrá sé skerðing eða skref fram á við.

Dagskrá:

Setning: Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands

Ávarp: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis

Stutt framsöguerindi:

Oddný Harðardóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Ávinningur af styttingu náms til stúdentsprófs.

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri: Áhrif styttingar náms á skipulag skólans.

Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands: Hvernig breytist grunnskólinn?

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík: Sérhæfing skóla og ný námskrá – skerðing eða skref fram á við?

Friðrik H. Jónsson, dósent, Háskóla Íslands: Hvað vilja háskólarnir?

Þórunn Bogadóttir og Haukur Harðarson nemendur í Verzlunarskóla Íslands: Hvað vilja nemendur?

Almennar umræður með þátttöku gesta í sal. Framsögumenn auk Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur ráðgjafa menntamálaráðherra taka þátt í umræðunum.

Samantekt í lokin: Már Vilhjálmsson rektor Menntaskólans við Sund.

Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu.

Tengt efni

Kröfur sem hindra samkeppni á leigubifreiðamarkaði

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um drög að reglugerð um ...
22. mar 2023

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Þriggja daga helgi

Hlutfall vinnu og frítíma er ekkert náttúrulögmál, en stytting vinnutíma þarf að ...
6. sep 2022