Ríkisstofnanir og markaðurinn

Staðsetning: Nánar augl. síðar

 

Í haust kynnir Viðskiptaráð skýrslu um samkeppni ríkisstofnana við einkaaðila í hinum ýmsum greinum atvinnulífsins. Ríkisstofnunun hefur ekki bara fjölgað undanfarin ár heldur hafa þær einnig stækkað. Allar þessar stofnanir hafa lögbundnu hlutverki að gegna sem yfirleitt er nokkuð skýrt afmarkað. Það blasir hins vegar við að í mörgum tilvikum fer starfsemi ríkisstofnana út fyrir hið lögbundna hlutverk þeirra þó oft geti mörkin þar á milli verið óljós. Það er hins vegar einnig staðreynd að nauðsynlegt er að endurskoða lögbundið hlutverk ríkisstofnana reglulega. Einkaaðilar bjóða í síauknum mæli þjónustu sem áður var talið óhugsandi annað en að ríkið sinnti.

 

Í skýrslu Viðskiptaráðs verða rakin dæmi um óeðlilega samkeppni ríkisstofnana við einkaaðila, leitast við að skýra orsökina og lagðar fram tillögur til úrbóta.

 

Starfshópur Viðskiptaráðs vinnur að gerð skýrslunnar í sumar en aðrir í atvinnulífinu eru hvattir til þess að koma með ábendingar sem varða málið. Nánari upplýsingar hjá Sigríði Á. Andersen lögfræðingi, sigga@vi.is.

Tengt efni

Betri leiðir færar á fjölmiðlamarkaði

Viðskiptaráð telur að líta verði til heildarsamhengis á fjölmiðlamarkaði þegar ...
14. jan 2020

Viðskiptaráð fagnar nýsköpunarfrumvarpi

Frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi getur gegnt lykilhlutverki í viðsnúningi ...
12. okt 2020

Samkeppni ríkisfyrirtækja við einkaaðila

Fyrir um ári síðan var spurt að því í skoðun Viðskiptaráðs hvort að ríkisvæðing ...
25. nóv 2005