Októberfest

Staðsetning: Jómfrúin, Lækjargötu

Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum 1. - 15. október

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið og Landssamband bakarameistara, LABAK, standa fyrir kynningu á þýskum brauðum og kökum í bakaríum fyrri hluta októbermánaðar, undir kjörorðinu „Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum.“ 

Átakið hefst formlega, kl. 15:00 laugardaginn 1. október næstkomandi, með móttöku fyrir boðsgesti í anda „Októberfest“ í Þýskalandi. Opnunarhátíðin fer fram í veislutjaldi í portinu á bak við Jómfrúna við Lækjargötu.  Formaður LABAK ávarpar gesti og þýski sendiherrann flytur ávarp og setur þýsku dagana formlega. Veitingar að þýskum sið í boði.

Tengt efni

Viðskiptaráð tekur þátt í verkefni um skattamál

Viðskiptaráð er meðal samstarfsaðila í verkefni um þau tækifræri sem felast í ...
18. júl 2007

Einfaldara Ísland - veitingahúsarekstur og skrifræði

Viðskiptaráð Íslands fagnar ummælum forsætisráðherra um átakið Einfaldara Ísland ...
6. okt 2005

Formaður Viðskiptaráðs óttast hagsmunaárekstra

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ræddi um aukna fjárfestingu ...
4. júl 2014