Októberfest

Staðsetning: Jómfrúin, Lækjargötu

Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum 1. - 15. október

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið og Landssamband bakarameistara, LABAK, standa fyrir kynningu á þýskum brauðum og kökum í bakaríum fyrri hluta októbermánaðar, undir kjörorðinu „Októberfest - þýskir dagar í íslenskum bakaríum.“ 

Átakið hefst formlega, kl. 15:00 laugardaginn 1. október næstkomandi, með móttöku fyrir boðsgesti í anda „Októberfest“ í Þýskalandi. Opnunarhátíðin fer fram í veislutjaldi í portinu á bak við Jómfrúna við Lækjargötu.  Formaður LABAK ávarpar gesti og þýski sendiherrann flytur ávarp og setur þýsku dagana formlega. Veitingar að þýskum sið í boði.

Tengt efni

The Icelandic Economy - ný útgáfa

Viðskiptaráð hefur birt nýjustu útgáfu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ...
21. júl 2021

Athugun VÍ leiðir í ljós að skrifræði við stofnun fyrirtækja er lítið hérlendis en kostnaður hár

Til að efla nýsköpunarstarfsemi ber að ryðja burt hindrunum við stofnun fyrirtækja.
12. ágú 2003

Viðskiptaráð tekur þátt í verkefni um skattamál

Viðskiptaráð er meðal samstarfsaðila í verkefni um þau tækifræri sem felast í ...
18. júl 2007