Yfirtökur

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Bresk-íslenska viðskiptaráðið í samráði við íslensku Yfirtökunefndina og Fjármálastofnun Háskólans í Reykjavík efna til ráðstefnu föstudaginn 21. október kl. 13:00 - 16:15 með yfirskriftinni "Yfirtökur".

Gestur ráðstefnunnar verður Noel Hinton, aðstoðarforstjóri bresku Yfirtökunefndarinnar. Aðrir fyrirlesarar eru Jóhannes Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, Viðar Már Matthíasson, prófessor og formaður yfirtökunefndar, Ingólfur Helgason, forstjóri KB Banka og Svafa Grönfeldt aðstoðarforstjóri Actavis Group.

Ráðstefnustjóri er Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, stjórnandi pallborðsumræðna er Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður.

Þátttökugjald er 1000 kr. Skráning fyrir 20. október hjá Jónu K. Kristinsdóttur í síma 599 6407 eða á jonak@ru.is.

Tengt efni

Ráðstefna um einkaframkvæmd

Ráðstefna um einkaframkvæmd í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Samtaka ...
23. apr 2007

Morgunverðarfundur í boði Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins og Háskólans í Reykjavík

„More Space for Europe: Europe's ambitions in space“. Johannes von Thadden , ...
5. sep 2008

Skattadagur Deloitte 2019

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins ...
15. jan 2019