Sýning á íslenskum og erlendum nýjungum

Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur

Hugvit og viðskipti

Viðskiptatækifæri í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. og 27. október 2005. 

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna fimmtudaginn 26. október kl. 10:00.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að kynna sér ýmsar nýjungar og mynda viðskiptatengsl.  Sýnendur koma frá Eistlandi, Sviðþjóð, Bretlandi og Íslandi.

Kynnt verður ný íslensk uppfinning og uppfinningamaður ársins fær viðurkenningu.

Gestum gefst tækifæri á að taka þátt í könnun og velja hvaða uppfinningu þeir telja að eigi mesta möguleika á að ná árangri á markaði.

Á fimmtudag, kl. 17:00 verður fræðslufundur í Ráðhúsinu.  Jón Ágúst Þorsteinsson, frumkvöðull Marorku segir frá reynslu sinni og kynning verður á frumkvöðlaumhverfinu í Svíþjóð og Eistlandi. 

Fundarstjóri verður Magnús Orri Scram.

Sýningin er opin frá kl. 09:00-19:00 dagana 26. og 27. október.

 

Tengt efni

Skítur er afbragðs áburður

Stuttu eftir vodka-blautan hádegisverð með Yeltsin, á þeim tíma sem Rússar ...
28. ágú 2020

Er Austurland vaxtarsvæði framtíðarinnar?

Staðsetning: Félagsheimili Reyðarfjarðar kl. 13:00 - 18:00. Hver er framtíðarsýn ...
24. maí 2005

Sýning á framleiðslu hugvitsmanna

Miðvikudaginn 24.nóv kl. 12 hefst sýning Landssambands hugvitsmanna (LHM) á ...
30. nóv 2004