Sýning á íslenskum og erlendum nýjungum

Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur

Hugvit og viðskipti

Viðskiptatækifæri í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. og 27. október 2005. 

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnar sýninguna fimmtudaginn 26. október kl. 10:00.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að kynna sér ýmsar nýjungar og mynda viðskiptatengsl.  Sýnendur koma frá Eistlandi, Sviðþjóð, Bretlandi og Íslandi.

Kynnt verður ný íslensk uppfinning og uppfinningamaður ársins fær viðurkenningu.

Gestum gefst tækifæri á að taka þátt í könnun og velja hvaða uppfinningu þeir telja að eigi mesta möguleika á að ná árangri á markaði.

Á fimmtudag, kl. 17:00 verður fræðslufundur í Ráðhúsinu.  Jón Ágúst Þorsteinsson, frumkvöðull Marorku segir frá reynslu sinni og kynning verður á frumkvöðlaumhverfinu í Svíþjóð og Eistlandi. 

Fundarstjóri verður Magnús Orri Scram.

Sýningin er opin frá kl. 09:00-19:00 dagana 26. og 27. október.

 

Tengt efni

Í minningu Davíðs Scheving Thorsteinssonar

Davíð fæddist 4. janúar 1930 og lést 8. apríl 2022.
25. apr 2022

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Svanhildur Hólm gerir upp árið 2021 - sýninguna sem ekki hefði verið selt inn á.
29. des 2021

Skítur er afbragðs áburður

Stuttu eftir vodka-blautan hádegisverð með Yeltsin, á þeim tíma sem Rússar ...
28. ágú 2020