Morgunverðarfundur: Forskot inn í framtíðina

Staðsetning: Sunnusalur, Hótel Sögu

Hollenska borgin Almere er framsækin og nútímaleg borg þar sem hvert einasta hús: opinberar byggingar, fyrirtæki og heimili eru tengd fullkomnu ljósleiðaraneti. Senn standa bæði Seltjarnarnes og Akranes jafnfætis Almere hvað varðar aðgengi að ljósleiðaraneti.

Viðskiptaráð Íslands ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæ standa fyrir morgunverðarfundi um opin ljósleiðaranet.

Frummælandi fundarins er Dolf Zantinge, þekktur sérfræðingur í samskiptatækni. Hann er m.a. stjórnarformaður Unet í Hollandi, sem rekur ljósleiðaranetið í Almere.

Fundarstjóri er Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.

Fundurinn fer fram í Sunnusal Hótel Sögu, föstudaginn 10. febrúar kl. 8.00 - 9.15.

Fundargjald er 2.500 kr - morgunverður innifalinn.

Tengt efni

Ísland fellur um eitt sæti í samkeppnishæfni

Ísland fellur niður í 21. sæti í árlegri úttekt IMD á samkeppnishæfni ríkja
16. jún 2020

Malbiksborgin Reykjavík

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í fullri eigu Reykjavíkurborgar. Eignarhaldið ...
16. jan 2017

Samtal um gagnkvæmar þarfir borgar og atvinnulífs

Fulltrúar frá Viðskiptaráði Íslands sátu fund með Reykjavíkurborg 11. október ...
17. okt 2019