Morgunverðarfundur: Forskot inn í framtíðina

Staðsetning: Sunnusalur, Hótel Sögu

Hollenska borgin Almere er framsækin og nútímaleg borg þar sem hvert einasta hús: opinberar byggingar, fyrirtæki og heimili eru tengd fullkomnu ljósleiðaraneti. Senn standa bæði Seltjarnarnes og Akranes jafnfætis Almere hvað varðar aðgengi að ljósleiðaraneti.

Viðskiptaráð Íslands ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæ standa fyrir morgunverðarfundi um opin ljósleiðaranet.

Frummælandi fundarins er Dolf Zantinge, þekktur sérfræðingur í samskiptatækni. Hann er m.a. stjórnarformaður Unet í Hollandi, sem rekur ljósleiðaranetið í Almere.

Fundarstjóri er Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.

Fundurinn fer fram í Sunnusal Hótel Sögu, föstudaginn 10. febrúar kl. 8.00 - 9.15.

Fundargjald er 2.500 kr - morgunverður innifalinn.

Tengt efni

Annarra manna fé

„Það er engu líkara en að Reykjavíkurborg sé að vinna með kómóreyska franka en ...
3. okt 2023

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Viðskiptaráð hvetur löggjafann til að leita hófsamari leiða

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum
1. nóv 2022