Fjárfestingatækifæri á Íslandi og í Bandaríkjunum

Staðsetning: New York

Íslensk-ameríska viðskiptaráðið stendur fyrir ráðstefnu í New York fimmtudaginn 2. mars n.k. þar sem m.a. verður fjallað um fjárfestingatækifæri á Íslandi og í Bandaríkjunum. Efni fundarins spannar allt frá umjöllun um orkukostnað á Íslandi, og ferðaiðnað landsins til einkavæðingar bankastofnana.

Ólafur Jóhann Ólafsson, formaður ráðsins og framkvæmdastjóri hjá Time Warner, Valgerður Sverrisdóttir Viðskiptaráðherra og Ed McKelvey, aðstoðarforstjóri hjá Goldman Sachs verða meðal gesta og fyrirlesara á ráðstefnunni. Auk þeirra munu tala ýmsir af þekktustu athafnamönnum landsins.

Valgerður Sverrisdóttir Viðskiptaráðherra flytur opnunarávarp ráðstefnunar. Fundarstjóri er Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, og mun hann ræða um fjárfestingar Íslendinga á erlendri grundu.

Dagskrá ráðstefnunnar er að sama skapi fjölbreytt en þar mun Jón Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingabankans fjalla um efnahgs- og  fjármálaumhverfið á Íslandi. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands flytur erindi um fjárfestingamöguleika á Íslandi og í Bandaríkjunum. Jon Erik Reinhardsen, forstjóri ALCOA ræðir fjárfestingar í stóriðju á Íslandi sem og Logan Kruger, framkvæmdastjóri Century Aluminium. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri sölusviðs Actavis í Norður-Ameríku talar um fjárfestingar Actavis í Bandaríkjunum og áætlanir um framtíðarvöxt fyrirtækisins.

Þá mun Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fjalla um þá umbreytingu sem orðið hefur á FL Group síðastliðin ár. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar gerir grein fyrir fjárfestingu og rekstri Össurar á Íslandi og í Bandaríkjunum og framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga og fyrirtækjasviðs Íslandsbanka ræðir alþjóðlega stefnumörkun á Íslandi og í Noregi. Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka fjallar um fjárfestingatækifæri í Evrópu og í Bandaríkjunum,

Ed McKelvey, aðstoðarforstjóri Goldman Sachs ræðir að lokum um líklega framvindu bandaríska hagkerfisins og hvernig koma megi í veg fyrir samdrátt á árinu. Að lokum mun Ólafur Jóhann Ólafsson, formaður Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins stjórna umræðum um erindi ráðstefnunnar.

Miðvikudaginn 1. mars er frummælendum og ráðstefnugestum boðið til kvöldverðar í boði Alcoa, Century Aluminium og Landsbanka Íslands, Kvöldverðurinn fer fram á Millenium UN Plaza Hotel.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér

Tengt efni

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023

Já, ég er óþolandi

Svanhildur Hólm er komin með nýtt áhugamál sem vonandi léttir eitthvað álaginu ...
12. apr 2023

Hagsmunamál að fæla ekki burt erlenda fjárfestingu

Umsögn Viðskiptaráðs um áform um lagasetningu um rýni á erlendum fjárfestingum ...
10. júl 2022