Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins

Staðsetning: Borgartún 35, 6. hæð

Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins (ICCC, Icelandic-Canadian Chamber of Commerce) verður haldinn hjá Útflutningsráði Íslands, Borgartúni 35 í fundarsal á 6. hæð, fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 9.30. Formaður ráðsins, Gordon J. Reykdal ræðismaður Íslands í Edmonton og Walter Sopher varaformaður ráðsins og eigandi fyrirtækisins Snorri
Icelandic-Goods, munu gera grein fyrir störfum og stefnumálum ICCC og viðhorfum varðandi þróun viðskipta milli Íslands og Kanada.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum aðilum um eflingu samskipta Íslands og Kanada á sviði viðskipta, verslunar og þjónustu. Viðstaddir fundinn verða m.a. sendiherra Íslands í Kanada og ræðismenn Íslands þar í landi ásamt fulltrúum sendiráðs Kanada á Íslandi.

Skráning og nánari upplýsingar hjá: erla@vi.is

Tengt efni

Brotið gegn jafnræði í grunnskólum

Misræmi er á milli skólaeinkunna úr íslenskum grunnskólum, en nemendur með sömu ...
19. júl 2024

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Viðskiptaþing 2024 fer fram 8. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. ...
16. jan 2024