Ráðstefna um einkaframkvæmd

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Ráðstefna um einkaframkvæmd í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, KPMG, Glitnis, Þyrpingar, Nýsis, ÍAV, Seltjarnarnesbæjar, Baugs, Sjóvar og Milestone.

Markmið með ráðstefnunni er að vekja athygli á möguleikum einkaframkvæmdar á Íslandi til næstu framtíðar og kynna hugmynd að framtíðarsýn. Ráðstefnan er vettvangur umræðna um tækifærin á Íslandi, hvað vel hefur tekist erlendis, víti að varast og lykilatriði til árangurs.

15.15 - 15.30  Skráning
15.30 - 15.40  Opnun og kynning
15.40 - 15.50  Árni Mathiesen, fjármálaráðherra: Einkaframkvæmd á Íslandi í næstu framtíð
15.50 - 16.10  Davíð Þorláksson, lögfræðingur: Opinberar fasteignir - Umfangsmesta einkavæðingin?
16.10 - 16.30  KPMG í UK kynnir skýrslu um árangur einkaframkvæmdar í UK 1997-2005
16.30 – 16.50  Kaffihlé
16.50 – 17.10  Einkaframkvæmd í heilbrigðismálum – Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Inpro
17.10 – 17.30  Einkaframkvæmd í menntamálum – Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar
17.30 – 17.50  Einkaframkvæmd í samgöngumálum – Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur.
17.50 – 18.15  Panel-umræður
18:15 – 18:45  Léttar veitingar

Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Fundarstjóri er Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Skráning hjá Háskólanum í Reykjavík í síma 599-6200 og á netfanginu skraning@ru.is  og hægt er að senda póst á einkaframkvaemd@ru.is.

Tengt efni

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á ...
16. ágú 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Tölum um framleiðslutapið

Verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun stefna ...
26. okt 2020