Ráðstefna um einkaframkvæmd

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Ráðstefna um einkaframkvæmd í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, KPMG, Glitnis, Þyrpingar, Nýsis, ÍAV, Seltjarnarnesbæjar, Baugs, Sjóvar og Milestone.

Markmið með ráðstefnunni er að vekja athygli á möguleikum einkaframkvæmdar á Íslandi til næstu framtíðar og kynna hugmynd að framtíðarsýn. Ráðstefnan er vettvangur umræðna um tækifærin á Íslandi, hvað vel hefur tekist erlendis, víti að varast og lykilatriði til árangurs.

15.15 - 15.30  Skráning
15.30 - 15.40  Opnun og kynning
15.40 - 15.50  Árni Mathiesen, fjármálaráðherra: Einkaframkvæmd á Íslandi í næstu framtíð
15.50 - 16.10  Davíð Þorláksson, lögfræðingur: Opinberar fasteignir - Umfangsmesta einkavæðingin?
16.10 - 16.30  KPMG í UK kynnir skýrslu um árangur einkaframkvæmdar í UK 1997-2005
16.30 – 16.50  Kaffihlé
16.50 – 17.10  Einkaframkvæmd í heilbrigðismálum – Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Inpro
17.10 – 17.30  Einkaframkvæmd í menntamálum – Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar
17.30 – 17.50  Einkaframkvæmd í samgöngumálum – Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur.
17.50 – 18.15  Panel-umræður
18:15 – 18:45  Léttar veitingar

Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Fundarstjóri er Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Skráning hjá Háskólanum í Reykjavík í síma 599-6200 og á netfanginu skraning@ru.is  og hægt er að senda póst á einkaframkvaemd@ru.is.

Tengt efni

Fleiri víti 

„Það þarf að fara varlega með vald, um það þurfa að vera skýrar reglur og ...
31. jan 2024

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á ...
16. ágú 2021