Fundur Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins

Staðsetning: Palau Robert,Passeig de Gràcia 107,Barcelona

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður gestur á fundi Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Barcelona föstudaginn 7. mars nk.

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, sem er eitt 8 millilandaráða Viðskiptaráðsins, var stofnað 1995 og hefur að markmiði að styrkja og auka viðskiptatengsl milli Íslands og Spánar. Félagar ráðsins eru einstaklingar og fyrirtæki sem eiga í viðskiptum milli landanna. Spænskir félagar eru flestir tengdir sjávarútvegi og verslun með íslenskar sjávarafurðir, einkum í norðurhluta Spánar. Þó hafa spánsk-íslensk viðskipti verið að aukast jafnt og þétt á öðrum sviðum. Á fundinum mun ráðherrann ræða um íslenskan sjávarútveg og samkeppnisstöðu hans en einnig fjalla um ný viðskiptatækifæri og ræða um íslenskt efnahagslíf almennt.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um spánsk-íslensk viðskipti en fyrirfram skráning er nauðsynleg hjá Viðskiptaráði Íslands. Fundurinn fer fram á ensku en boðið verður upp á samtímis túlkun á spænsku. Íslendingar í viðskiptum á Spáni eru hvattir til að benda viðskiptamönnum sínum á þetta tækifæri til þess að hlýða íslenska ráðherrann og fræðast um m.a. íslenskt efnahagslíf.

Nánari upplýsingar og skráning hjá kristin@chamber.is eða í síma 510 7111.

 

Tengt efni

Fréttir

Nýr formaður Spánsk - íslenska viðskiptaráðsins

Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður var kjörinn formaður Spænsk-íslenska ...
18. okt 2007
Viðburðir

Spánskur viðskiptadagur

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til málþings um viðskipti milli Spánar og ...
28. jún 2011
Fréttir

Golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráða 2010

Hið árlega og sívinsæla alþjóðlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna ...
10. ágú 2010