Fundur Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins

Staðsetning: Palau Robert,Passeig de Gràcia 107,Barcelona

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður gestur á fundi Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Barcelona föstudaginn 7. mars nk.

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, sem er eitt 8 millilandaráða Viðskiptaráðsins, var stofnað 1995 og hefur að markmiði að styrkja og auka viðskiptatengsl milli Íslands og Spánar. Félagar ráðsins eru einstaklingar og fyrirtæki sem eiga í viðskiptum milli landanna. Spænskir félagar eru flestir tengdir sjávarútvegi og verslun með íslenskar sjávarafurðir, einkum í norðurhluta Spánar. Þó hafa spánsk-íslensk viðskipti verið að aukast jafnt og þétt á öðrum sviðum. Á fundinum mun ráðherrann ræða um íslenskan sjávarútveg og samkeppnisstöðu hans en einnig fjalla um ný viðskiptatækifæri og ræða um íslenskt efnahagslíf almennt.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um spánsk-íslensk viðskipti en fyrirfram skráning er nauðsynleg hjá Viðskiptaráði Íslands. Fundurinn fer fram á ensku en boðið verður upp á samtímis túlkun á spænsku. Íslendingar í viðskiptum á Spáni eru hvattir til að benda viðskiptamönnum sínum á þetta tækifæri til þess að hlýða íslenska ráðherrann og fræðast um m.a. íslenskt efnahagslíf.

Nánari upplýsingar og skráning hjá kristin@chamber.is eða í síma 510 7111.

 

Tengt efni

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021

Skilvirkni og hagkvæmni til lausnar á vanda heilbrigðiskerfisins

Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og ...
3. sep 2021

Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð ...
6. sep 2021