Viðskiptadagur í Mílanó

Staðsetning: Milanó

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið (ÍTIS) og sendiráð Íslands á Ítalíu standa fyrir viðskipta- og fjárfestingakynningu í Mílanó þann 26. maí næstkomandi.

Kynningin er unnin í samvinnu við fyrirtæki og samtök, þ. m. t. viðskiptaráðið í Mílanó. Dagsetningin er valin í tengslum við fyrsta beina flug Icelandair til Mílanó í ár.
Fyrirhugað er, að kynna fjarfestingamöguleika á Íslandi og skoða hvernig er hægt að auka fjárfestingar á milli landanna. Kynningin mun einnig nýtast fyrirtækjum, sem vilja kanna viðskiptamöguleika á Ítalíu. Sérstök áhersla verður á banka- og fjármálaþjónustu og kynningu á orkunýtingu á Íslandi.

Ferðaþjónustan mun einnig spila stórt hlutverk sem og íslensk menning.

Mílanó og Norður-Ítalía er eitt þróaðasta iðnaðar- og viðskiptasvæði Evrópu. Nokkur íslensk fyrirtæki eru með starfsstöðvar á svæðinu og hafa fjárfest þar í verksmiðjurekstri. Þar eru einnig starfandi fyrirtæki, sem hafa fjárfest á Íslandi.
Sendiráð Íslands í Róm mun sjá um samhæfingu og skipulagningu á kynningunni í samstarfi við kjörræðismann Íslands í Mílanó, stjórnarmeðlimi ÍTÍS á Íslandi og á Ítalíu, Fjárfestingarstofu, Útflutningsráð Íslands, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Island Tours, Ferðamálastofu og Icelandair. 

Nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is

Tengt efni

Ógnar nýsköpun þjóðaröryggi?

Hagsmunir af því að fæla ekki enn frekar burt erlenda fjárfestingu eru ...
21. nóv 2022

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021