Viðskiptadagur í Mílanó

Staðsetning: Milanó

Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið (ÍTIS) og sendiráð Íslands á Ítalíu standa fyrir viðskipta- og fjárfestingakynningu í Mílanó þann 26. maí næstkomandi.

Kynningin er unnin í samvinnu við fyrirtæki og samtök, þ. m. t. viðskiptaráðið í Mílanó. Dagsetningin er valin í tengslum við fyrsta beina flug Icelandair til Mílanó í ár.
Fyrirhugað er, að kynna fjarfestingamöguleika á Íslandi og skoða hvernig er hægt að auka fjárfestingar á milli landanna. Kynningin mun einnig nýtast fyrirtækjum, sem vilja kanna viðskiptamöguleika á Ítalíu. Sérstök áhersla verður á banka- og fjármálaþjónustu og kynningu á orkunýtingu á Íslandi.

Ferðaþjónustan mun einnig spila stórt hlutverk sem og íslensk menning.

Mílanó og Norður-Ítalía er eitt þróaðasta iðnaðar- og viðskiptasvæði Evrópu. Nokkur íslensk fyrirtæki eru með starfsstöðvar á svæðinu og hafa fjárfest þar í verksmiðjurekstri. Þar eru einnig starfandi fyrirtæki, sem hafa fjárfest á Íslandi.
Sendiráð Íslands í Róm mun sjá um samhæfingu og skipulagningu á kynningunni í samstarfi við kjörræðismann Íslands í Mílanó, stjórnarmeðlimi ÍTÍS á Íslandi og á Ítalíu, Fjárfestingarstofu, Útflutningsráð Íslands, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Island Tours, Ferðamálastofu og Icelandair. 

Nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is

Tengt efni

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022