Hádegisverðarfundur um afleiður.

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2

Hádegisverðarfundur um afleiður – 5. júní 2008

Viðskipti með afleiður eru í miklum vexti og hafa aukist undanfarið sem aldrei fyrr, bæði á heimsvísu og á Norðurlöndunum. Þessi tegund fjármálagerninga gefur einstakan möguleika á að dreifa áhættu og aðlaga verðbréfasöfn að margbreytilegum þörfum fjárfesta.

Hefur þú áhuga á að kynna þér betur þá möguleika sem felast í afleiðuviðskiptum? NASDAQ OMX á Íslandi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík stendur fyrir hádegisverðarfundi um afleiður þann 5. júní nk. Þátttaka er þér að kostnaðarlausu og er léttur hádegisverður í boði.

 Farið verður yfir eftirfarandi atriði á fundinum:
·    Grunnupplýsingar um fjárfestingar í afleiðum.
·    Hvernig notar maður afleiður sem hluta af verðbréfasafni?
·    Val á mismunandi afleiðustöðum og hvernig má nota þær.
·    Nokkrar mismunandi aðferðir við notkun afleiðna.
·    Íslenski afleiðumarkaðurinn – hvaða möguleikar eru til staðar og hvað er framundan?

Erindið flytur: Göran Ekman, sérfræðingur í afleiðuviðskiptum hjá NASDAQ OMX

Staður og stund:
5. júní kl. 12:15 -13:30 – Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá klukkan 11:50

Háskólinn í Reykjavík  Ofanleiti 2, stofa 101

Skráning fer fram á vef NASDAQ OMX (
http://training.omxgroup.com/omx/portal/courseinfo_omx.jsp?activityid=224&lang=en_GB)

Tengt efni

Lífstílsverðbólga stjórnvalda

Lækning lífstílsvanda stjórnvalda er tiltekt og forgangsröðun í útgjöldum ...
23. okt 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022