Driving Sustainability - Alþjóðleg ráðstefna um orkugjafa framtíðar í samgöngum

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

DRIVING SUSTAINABILITY ´08 - Alþjóðleg ráðstefna um orkugjafa framtíðar í samgöngum, 18. og 19. september 2008

Ísland er leiðandi í notkun á endurnýjanlegri orku en um 80% af allri orkunotkun í landinu kemur frá vatnsafli og jarðvarma.
Sjálfbærar samgöngur er næsta skref.

Í ljósi niðurstöðu ráðstefnunnar í fyrra, forystu Íslands í framleiðslu rafmagns úr endurnýjanlegri orku og nýlegra yfirlýsinga frá öllum helstu bílaframleiðendum heims um væntanlega rafmagnsbíla á markað, verður sérstök áhersla lögð á rafmagn í samgöngum á ráðstefnunni í ár.

Ræðumenn á heimsmælikvarða munu m.a. fjalla um byltingu í þróun á rafhlöðum fyrir farartæki og áætlanir bílaframleiðenda um að setja tengil-tvinnbíla (plug-in hybrid) og rafmagnsbíla á markað. Einnig verða kynnt verkefni um rafvæðingu í samgöngum í stórborgum s.s. New York, London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.

DS´08 ráðstefnan mun veita þátttakendum gott tækifæri til að byggja upp alþjóðlegt tengslanet sérfræðinga, ráðamanna, fyrirtækja og framleiðenda á þessu sviði.

Forseti Íslands og verndari ráðstefnunnar, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja ráðstefnuna þann 18. september. Bertrand Piccard vísindamaður og frumkvöðull hjá Solar Impulse mun deila framtíðarsýn sinni á sjálfbærum samgöngum en hann hyggst fljúga á sólarraforkuknúinni flugvél umhverfis heiminn árið 2011.

Af öðrum ræðumönnum má nefna Iðnaðarráðherra Íslands, Umhverfisráðherra Íslands, stofnanda A123 Systems framleiðanda á líþíum-ion rafhlöðum fyrir bíla, VP fyrir Evrópumál hjá Toyota Europe, yfirmann orkugeymslu og rannsókna hjá Ford Motor Company USA, verkefnisstjóra Vattenfall Energy í Svíþjóð sem stýrir "plug-in" samstarfsverkefni Vattenfall, Saab, Volvo og ETC Battery og Fuel Cells, yfirmann verkefna með vistvænu eldsneyti hjá New York City og yfirmann og forstöðumann R&D hjá Dong Energy í Danmörku.

Kraftmesta rafmagnsmótorhjól heims, Killacycle, verður kynnt á Íslandi - fyrsta kynningin á hjólinu út fyrir landsteina Bandaríkjanna.
Bill Dubé, hönnuður og framleiðandi Killacycle, heldur tölu um gerð hjólsins og sýningu á eiginleikum þess.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Aðildarfélögum Viðskiptaráðs býðst að taka þátt í ráðstefnunni gegn afslætti af ráðstefnugjöldum, kr. 53.100 fyrir einn miða og kr. 49.900 ef keyptir eru fleiri en einn miði. Venjulegt verð fyrir miða er kr. 59.900.

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023