Staða íslenskunnar í viðskiptalífinu - Morgunverðarfundur

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Íslensk málnefnd, Viðskiptaráð Íslands, Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík boða til morgunverðarfundar um framtíð íslenskrar tungu í alþjóðlegu viðskiptalífi á Íslandi. Til umræðu verða spurningar á borð við þessar:

- Hvernig getum við tryggt stöðu íslenskrar tungu í alþjóðlegu viðskiptalífi á Íslandi?
- Er óhjákvæmilegt að enska verði vinnumálið í alþjóðlegum fyrirtækjum á Íslandi?
- Á að bjóða erlendum starfsmönnum kennslu í íslensku?
- Eiga ársskýrslur og önnur mikilvæg gögn að vera bæði á íslensku og ensku?

Frummælendur verða Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, og Agnar Hansson, bankastjóri Icebank. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju erindi. Fundarstjóri verður Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Málþingið er hið síðasta í röð ellefu málþinga sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á þessu ári um ýmislegt er lýtur að íslenskri málstefnu en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Sjá nánar um Íslenska málnefnd á http://www.islenskan.is

Skráning á fundinn er hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Vinsamlega sendið póst á: fvh@fvh.is.

Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Málþingið er öllum opið.
Aðgangur ókeypis.

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Eigum við að drepa fuglana?

Þegar við grípum inn í flókin kerfi getur það haft ófyrirséðar afleiðingar, ...
31. ágú 2022

Ávinningur af einföldun regluverks

Staða Íslands er að mörgu leyti slæm þegar horft er til umfangs regluverks og ...
3. des 2020