Viðskiptaþing 2010

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing Viðskiptaráðs haldið á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? - Rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni. Meginefni þingsins varðar  rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs ásamt sjálfbærni ríkisfjármála.

Hér gefur að líta dagskrá þingsins:

13:00 - Skráning
13:15 - Fundarstjóri setur þingið
           Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
13:20 - Samkeppnishæfni þjóða - How Countries Compete
           Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School
14:15 - Kaffihlé
14:40 - Ræða formanns Viðskiptaráðs
           Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðarál
15:00 - Ræða forsætisráðherra
            Jóhanna Sigurðardóttir
15:20 - Afhending námsstyrkja Viðskiptaráðs 2010
           Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
15:30 - Viðbrögð atvinnulífsins
           Pallborðsumræður
16:15 - Móttaka í boði Viðskiptaráðs Íslands 

Fulltrúar íslensks atvinnulífs munu taka þátt í pallborðsumræðum um málefni þingsins undir stjórn Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda. Þátttakendurnir koma víða að og má því vænta þess að þeir gefi góða innsýn í ástand og áskoranir íslensks atvinnulífs í dag

Þátttakendur í pallborðsumræðum eru:
Ari Kristinn Jónsson – Rektor HR
Hermann Guðmundsson – Forstjóri N1
Rakel Sveinsdóttir – Framkvæmdastjóri CreditInfo
Svava Johansen – Forstjóri NTC
Þorsteinn Pálsson

Aðalræðumaður þingsins í ár er Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School og mun hann í erindi sínum fjalla um uppbyggingu efnahagsáætlana sem miða að samkeppnishæfni þjóða. Dr. Vietor kennir alþjóða stjórnmála- og hagfræði, en hann skrifaði bókina How Countries Compete: Strategy, Structure and Government in the Global Economy og hefur einnig stundað viðamiklar rannsóknir og ráðgjöf á sviði stefnumótunar stjórnvalda og viðskiptalífs. Hér má nálgast nánari upplýsingar um Dr. Vietor og hér má nálgast upplýsingar um fyrrnefnda bók.

Samhliða þinginu verður gefin út skýrsla um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í henni er m.a. fjallað um könnun sem Viðskiptaráð lét framkvæma um rekstrarumhverfið á Íslandi og þau helstu mál sem brenna á fyrirtækjum í dag.

Skráningargjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn Viðskiptaráðs, en ef fleiri en tveir skrá sig frá sama aðildarfyrirtæki er skráningargjald kr. 10.000 á mann. Skráningargjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 15.000.

Tengt efni

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um ...
21. mar 2024

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar ofangreint frumvarp. Ráðið telur meginefni ...

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: ...
15. nóv 2019