Aðalfundur 2010

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, salur G

Aðalfundur Viðskiptaráðs verður skv. lögum ráðsins haldinn samhliða Viðskiptaþingi 17. febrúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 11 og verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, en formleg fundarboðun verður birt í blöðum á næstunni.

Dagskrá aðalfundar
Samkvæmt 9. gr. laga ráðsins skal taka fyrir neðangreind mál á aðalfundi:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar bornir upp til samþykktar.
  3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning kjörnefndar.
  6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð.
  7. Önnur mál.

Staður og stund
Hilton Reykjavík Nordica, salur G, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 11:00.

Stjórnarkjör og framboð til formanns
Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingarlistinn, með nöfnum 57 aðila sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu og fylgir kjörseðli, er því aðeins leiðbeinandi.

Stjórn ráðsins er skipuð 19 mönnum og jafn mörgum til vara. Þeir félagar sem viljugir eru til að færa nafn sitt á ábendingarlistann vegna stjórnarkjörsins, og ljá félaginu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á birna@vi.is fyrir miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi. 

Formaður stjórnar er hins vegar kosinn sérstaklega skv. lögum ráðsins og skal framboðum til formanns skilað til skrifstofu ráðsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund, eða fyrir miðvikudaginn 27. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ( finnur@vi.is).

Atkvæðagreiðsla

Athygli er vakin á því að atkvæði í formanns- og stjórnarkjöri, í þar til gerðum umslögum, skulu hafa borist skrifstofu Viðskiptaráðs í síðasta lagi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17:00. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00, en til kl. 17:00 þann 16. febrúar. Félagsmenn munu fá kjörseðla og önnur kjörgögn send á næstunni.

Kjörnefnd sjö manna, kosin á síðasta aðalfundi ráðsins árið 2008, annast ásamt framkvæmdastjóra eða staðgengli hans, undirbúning og framkvæmd stjórnarkosningar.

Úrslit kosninga verða tilkynnt á aðalfundinum, en kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda sem haldnir eru á tveggja ára fresti. Þeir 18 menn sem flest atkvæði hljóta í stjórnarkjöri teljast réttkjörnir í stjórn ráðsins ásamt þeim frambjóðanda sem flest atkvæði hlýtur í formannskjöri, skv. 18. gr. laga ráðsins. Þeir 19 menn sem næstir koma að atkvæðamagni eru réttkjörnir varamenn.

Tillögur til lagabreytinga
Athygli félagsmanna er jafnframt vakin á því að tillögur til breytinga á lögum ráðsins skulu sendar stjórn eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund, eða fyrir miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og lagabreytingartillögur veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ( haraldur@vi.is)

Aðalfundurinn var auglýstur í Fréttablaðinu föstudaginn 15. janúar síðastliðinn, sjá hér (bls. 8).

Allar frekari upplýsingar um Viðskiptaþing – aðalfund árið 2010 og stjórnarkjörið eru veittar á skrifstofu ráðsins.

Aðalfundur 2010

Tengt efni

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022