Umbótaþing Viðskiptaráðs

Staðsetning: Háskólanum í Reykjavík (Nauthólsvík)

Viðskiptaráð Íslands býður félögum sínum til Umbótaþings mánudaginn 7. júní næstkomandi. Á Umbótaþinginu verður öllum félögum ráðsins boðið að vinna að undirbúningi almennra umbóta fyrir íslenskt viðskiptalíf.

Umbótaþingið verður haldið mánudaginn 7. júní næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík (Nauthólsvík) og mun það standa frá kl. 16:45 – 21:30. Það er von Viðskiptaráðs að sem flestir félagar ráðsins sjái sér fært að sækja þingið svo það endurspegli sem best breidd íslensks atvinnulífs m.t.t. stærðar fyrirtækja og atvinnugreina. Léttar veitingar og kvöldverður verða á boðstólnum fyrir gesti. 

Við gerum ráð fyrir húsfylli og biðjum því þátttakendur vinsamlega að skrá sig fyrir 31. maí. Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Birnu Ingólfsdóttur á birna@vi.is eða í síma 510-7106.

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022