Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Staðsetning: Grand Hótel

SME week mynd 

Evrópska fyrirtækjavikan 2010:

Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og hátt í tuttugu aðilar úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi kynna þjónustu sína á kynningarfundi á Grand hótel 26. maí. Markmið kynningarinnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðning við nýsköpun á Íslandi.

Á fundinum verða tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi standa að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin er hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí - 1. júní.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hér

Dagskrá:

8:45 - 9:15 - Kynningarbásar opnaðir
9:15 - 9:40 - Stuðningur við nýsköpun á Íslandi
9:40 - 11:00 - Málstofur: Reynsla frumkvöðla og fyrirtækja í nýsköpun
11:00 - 12:00 - Aðilar kynna þjónustu sína í básum  

Aðilar með bása eru: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Útflutningsráð, Rannís, Samtök iðnaðarins, Innovit, Klak- nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Frumtak, Einkaleyfastofa, Kauphöllin, Hönnunarmiðstöð, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun og Matís.

Tengt efni

Vafa eytt um réttaráhrif birtingar

Viðskiptaráð fagnar þeirri stefnumörkun stjórnvalda að gera þjónustu hins ...
16. apr 2021

Litið yfir sérkennilegt ár

„Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í ...
8. jan 2021

Ísland í dauðafæri á stafrænni vegferð stjórnvalda

Enn er Ísland eftirbátur margra samanburðarþjóða í þróun stafrænnar þjónustu á ...
14. des 2020