Golfmót VÍ og millilandaráða 2010

Staðsetning: Urriðavöllur - Golfklúbburinn Oddur

 

Hið árlega og sívinsæla alþjóðlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi þann 2. september 2010. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og nota með því tækifærið til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Að leik loknum verður boðið uppá steikarhlaðborð í golfskálanum.

Fyrirkomulag:

  • Punktamót með forgjöf - Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin
  • Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar
  • Hæsta vallaforgjöf 36
  • Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og lengsta teighögg
  • Veitt verða verðlaun fyrir bestu nýtingu vallar

Keppni um farandbikar Viðskiptaráðs og millilandaráða
Í ár verður haldin í fyrsta sinn keppni milli allra viðskiptaráðanna (e. Chamber Cup) þar sem þátttakendur geta skráð sig sem fulltrúa ákveðins millilandaráðs eða Viðskiptaráðs. Leikin verður punktakeppni þar sem þrjú bestu skorin frá hverju ráði telja. Það ráð sem fær flesta punkta fær að launum farandabikar. Þessi keppni er óháð einstaklingskeppninni sem lýst er hér að framan.

Þeir sem ekki spila golf eru hjartanlega velkomnir í kvöldverðinn

Dagskrá:
13:00 Fyrstu holl ræst út
14:30 Síðustu holl ræst út (ræðst af fjölda)
19:30 Steikarhlaðborð í golfskálanum og verðlaunaafhending

Verð kr. 9.900 kr. fyrir golf og kvöldverð. Kvöldverður eingöngu kostar 4.000 kr.

Óskað er eftir því að þátttakendur sendi við skráningu upplýsingar um forgjöf og fyrir hvaða ráð viðkomandi hyggst leika fyrir (t.d. Viðskiptaráð eða Dansk-íslenska viðskiptaráðið) í keppninni um farandbikar Viðskiptaráðs (ef viðkomandi fyrirtæki er skráð í fleiri en eitt ráð). Athugið að ekkert hámark er á fjölda þátttakenda frá hverju ráði fyrir sig.

Vinsamlega staðfestið þátttöku sem fyrst. Fyrir hönd millilandaráðanna, Viðskiptaráðs og Landsnefndarinnar:
Kristin S. Hjálmtýsdóttir og Björn Þór Arnarson

Tengt efni

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023

Skoða þarf fleiri hliðar á samkeppnisumhverfi íslenskra fjölmiðla

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið.
16. feb 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021