Opinn fundur um skattamál fyrirtækja

Staðsetning: Hilton Nordica

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar um skattamál fyrirtækja fimmtudaginn 23. september nk. á Hótel Nordica. Þar munu samtökin leggja fram og kynna tillögur að umbótum á skattkerfinu sem miða að því að efla fjárfestingu, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna. Fjármálaráðherra mun bregðast við tillögunum, auk þess sem stjórnendur úr atvinnulífinu og skattasérfræðingar munu ræða raunveruleg dæmi um það sem þarf að laga til að endurreisn atvinnulífsins geti hafist.

Fundarstjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Opnunarávarp flytur Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

Tillögur atvinnulífsins verða kynntar af Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóri SA, og í framhaldi af því kemur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, með viðbrögð við tillögum.

Í pallborði eru:

  • Alexander G. Eðvardsson, forstöðumaður skattasviðs KPMG
  • Ingibjörg Árnadóttir, lögfræðingur hjá Íslandsbanka
  • Margrét Guðrún Jónsdóttir, skrifstofustjóri Nox Medical
  • Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte
  • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

SA-VÍ

Fundurinn hefst kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:00. Léttur morgunverður og kaffi frá kl. 8:00. Þátttakendur fá eintak af nýju riti Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um nauðsynlegar umbætur á skattamálum fyrirtækja.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands 2020: Niðurstöður kynntar

Viðskiptaráð Íslands býður til opins fjarfundar 16. júní þar sem niðurstöður ...
11. jún 2020

Skattafrumvörp og áhrif á atvinnulífið

Í tilefni af nýju skattafrumvarpi býður Deloitte til opins upplýsingafundar um ...
9. des 2009

SPIS: Mañana - Spánn og framtíðin

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til opins morgunfundar um framtíð ...
11. jún 2015