Staðsetning: KPMG - Borgartúni 27
Umfjöllun um stjórnarhætti hefur sjaldan verið eins mikil og nú eftir undangengnar hræringar í efnahagslífinu, en nýjar áherslur kalla á nýtt verklag. Því hefur KPMG, í samstarfi við Viðskiptaráð, Landssamtök lífeyrissjóða, Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja, gefið út Handbók stjórnarmanna þar sem tekið er saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna.
Handbókin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út árið 2009, eftir því sem við á. KPMG mun halda kynningu á handbókinni föstudaginn 15. október kl. 8:30 til 9:00 (húsið opnar kl. 8:15). Kynningin fer fram í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27 á 8. hæð. Handbókin verður seld þar á sérstöku tilboðsverði. Skráning er án endurgjalds en vinsamlega tilkynnið komu ykkar með tölvupósti hér.