Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica - Salur H/I

Peningastefna í hafti: Flýtur krónan aftur?

Föstudaginn 5. nóvember fer fram hinn árlegi peningamálafundur Viðskiptaráðs sem haldinn er í tilefni af útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands. Aðalræðumaður á fundinum verður Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem mun ræða stöðu efnahagsmála. 

Í kjölfarið munu fara fram pallborðsumræður, en þátttakendur í þeim eru:

  • Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri
  • Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Arion banka
  • Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar
  • Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital.

Umsjón með pallborðsumræðum er í höndum Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Nasdaq OMX Ísland.

Fundurinn hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Salur H/I). Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði sem hefst kl. 8. Fundurinn er öllum opinn.

Tengt efni

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022

Miðasala hafin á Peningamálafund Viðskiptaráðs

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík ...
11. nóv 2022