Kynningarfundur: úrvinnsla skuldamála fyrirtækja

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík - Gullteigur

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú verið undirritað, en með því er ætlunin að flýta fjárhagslegri endurskipulagning um 6.000 fyrirtækja í bankakerfinu. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.

Samkomulagið verður kynnt stjórnendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fundinum á föstudaginn. Skráning fer fram hér.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka, munu flytja framsögur, taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum ásamt Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Fundarstjóri er Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Tengt efni: 

Tengt efni

Greinar

Fyrirtækin hluti af lausninni – ekki vandanum

Loftslagsvitund og skilningur á kolefnismörkun fyrirtækisins þarf að vera ein af ...
7. feb 2020
Fréttir

Samkomulag undirritað í dag: Úrvinnsla skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur nú ...
15. des 2010
Fréttir

Beina brautin: Áfanga náð en töluvert verk óunnið

Um miðjan desember 2010 var undirritað samkomulag, sem kallað var Beina brautin, ...
6. jún 2011