Námskeið: Umgjörð vöruviðskipta til og frá Íslandi

Staðsetning: Hús verslunarinnar, kringlan 7, 7. hæð

Viðskiptaráð Íslands og Landsnefnd alþjóða viðskiptaráðsins standa fyrir námskeiði þann 18. maí næstkomandi um vöruviðskipti til og frá Íslandi. Námskeiðið hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Ný endurskoðaða Incoterms flutningsskilmála Alþjóðaviðskiptaráðsins
  • Tegundir og notkun ábyrgða við inn- og útflutning
  • ATA Carnet kerfi Alþjóðaviðskiptaráðsins og nýtt rafrænt ATA viðmót Viðskiptaráðs
  • Tilgang upprunavottorða (e. certificates of origin)
  • Gerðardóm Viðskiptaráðs og hvernig hann getur gagnast, komi upp ágreiningur
  • ESB og EES samningurinn - upprunaréttindi og tollfríðindi

Auk starfsfólks Viðskiptaráðs munu Einar Baldvin Axelson hrl. hjá LOGOS, Oddur R. Oddsson sérfræðingur hjá BYR og Svanhvít Reith lögfræðingur hjá Tollstjóra fara með erindi.

Fundurinn fer fram hjá Viðskiptaráði á 7. hæð í Húsi verslunarinnar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. með morgunkaffi. Aðsókn er takmörkuð við 30 gesti.

 

Tengt efni

Nýr heiðursfélagi

Á aðalfundi Viðskiptaráðs 13. febrúar var Einar Sveinsson útnefndur ...
20. feb 2020

Hvernig byggjum við upp traust? Námskeiðið „Implementing Integrity“

Umræðan í dag gengur mikið út á það hvernig tryggja megi ábyrga viðskiptahætti ...
18. nóv 2011

Námskeið Incoterms 2000

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins stendur fyrir námskeiði um alþjóðlega ...
27. mar 2008