Alþjóðlegt golfmót

Staðsetning: GR - Grafarholti

Þann 1. september 2011 fer fram hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup. Mótið er haldið í Grafarholti hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er einn glæsilegasti golfvöllur landsins.

Spáin gerir nú þegar ráð fyrir um 16 stiga hita og því er um að gera að nýta sér góða veðrið og taka þátt í einu skemmtilegasta golfmóti sumarsins í frábærum félagsskap.

Öllum meðlimum millilandaráðanna sem og meðlimum Viðskiptaráðs er velkomið að taka þátt (þ.e. Dansk-Bresk-Þýsk-Spánsk-Sænsk-Norsk-Finnsk og Ítalsk-íslensku viðskiptaráðunum og Landsnefndar alþjóða viðskiptaráðsins).

Keppni um farandbikar (e. Chamber Cup) - liðakeppni milli allra ráðanna
Liðakeppnin fer þannig fram að þrjú bestu skorin frá hverju ráði telja og er keppt um forlátan farandbikar. Lágmarksfjöldi frá hverju ráði eru þrír keppendur og því mikilvægt að sem flestir meðlimir skrái sig. Athugið að ekkert hámark er á fjölda þátttakenda frá hverju ráði fyrir sig. 

Þetta er í annað skipti sem keppt er um farandbikarinn en á síðasta ári sigraði Sænsk-íslenska viðskiptaráðið eftir harða keppni, sjá hér. Félagar ráðanna eru sérstaklega hvattir til að skrá sig til að tryggja að þau ráð nái tilskyldum fjölda þátttakenda til að vera með í keppninni um farandbikarinn.

Dagskrá:
13:00 Fyrsta holl ræst út
14:30 Síðasta holl ræst út (ræðst af fjölda)
19:30 Matur í golfskála og verðlaunaafhending

Fyrirkomulag: 

  • Punktamót með forgjöf - Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin
  • Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar
  • Hæsta vallaforgjöf 36
  • Nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og lengsta teighögg
  • Veitt verða verðlaun fyrir bestu nýtingu vallar
  • Verð kr. 9.900 kr. fyrir golf og kvöldverð. Kvöldverður eða golf eingöngu kostar 5.000 kr.

Tengt efni

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022

Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar

Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir opnum ...
28. sep 2021