Spánskur viðskiptadagur

Staðsetning: Kringlan 7 - Hús verslunarinnar 7. hæð

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til málþings um viðskipti milli Spánar og Íslands þriðjudaginn 28. júní frá kl 15.00-17.00. Ráðið verður vart við mikinn og stöðugan áhuga einstaklinga og fyrirtækja á að hasla sér völl á Íberíuskaganum. Með viðskiptadegi sem þessum er ætlunin að gefa mönnum tækifæri til að hittast og kynnast reynslu annarra á þessu sviði. Framsögumenn verða fulltrúar fyrirtækja sem hafa verið í viðskiptum við Spán í lengri eða skemmri tíma.

Dagskrá
Lyfjaframleiðsla í Barcelona
Friðrik Steinn Kristjánsson, Invent Farma

Flug- og ferðaþjónusta- Markaðssetning á Spáni
Eru Spánverjar spenntir fyrir kalda loftinu?

Ársæll Harðarson, Icelandair

Hvernig verða skór til? Af hverju að skrá söluskrifstofu í Danmörku? Samskiptin við tollinn?
Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, KronKron

Skrafað með spánarvínum að loknum erindum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en menn eru vinsamlega beðnir að skrá þátttöku fyrirfram hjá kristin@chamber.is.

Tengt efni

Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á ...
9. okt 2023

Breskir fjárfestar og verslanir kynnast íslenskum heilsuvörum

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur eru nú í ...
6. okt 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021