Menntun og verðmætasköpun - málþing í HR

Staðsetning: Stofa M208 í Háskólanum í Reykjavík - Nauthólsvík

Til að koma Íslandi út úr kreppu þarf að auka verðmætasköpun í landinu. Þetta verður aðeins gert með því að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Háskólar gegna þar lykilhlutverki, enda mennta þeir þjóðina til starfa sem byggja á hugviti. Sóknarfæri íslensks atvinnulífs eru mikil en til að nýta þau þarf að tengja atvinnulífið, háskólana og stjórnmálaflokkana saman í stefnumörkun sem miðar að aukinni hagsæld fyrir samfélagið allt.

Hugmyndir að samkeppnishæfari mannauði
Í Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs sem gefin var út á Viðskiptaþingi í febrúar síðastliðnum eru m.a. kynntar hugmyndir að því hvernig auka megi skilvirkni í menntakerfinu. Í skýrslunni er komið inn á mikilvægi menntunar á öllum stigum fyrir framtíðarhagvöxt og lífskjör, en því til vitnis má m.a. nefna að rekja má tæplega helming hagvaxtar meðal OECD ríkja árin 2000-2010 til aukinna launatekna háskólamenntaðra. Jafnvel í kjölfar fjármálakreppunnar, milli áranna 2008-2010, var framlag launaaukningar háskólamenntaðra til hagvaxtar rúmt 0,5% á ári.

Málþing fimmtudaginn 11. apríl
Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir málþingi um menntun og verðmætasköpun og verður það haldið fimmtudaginn 11. apríl kl. 12-13:30 í stofu M208. Fulltrúar helstu stjórnmálaflokkanna mæta þar til fundar við háskólafólk og aðila úr atvinnulífinu til að ræða framtíðarstefnu í háskólamenntun á Íslandi. Þingið er öllum opið.

Erindi

 • Menntun fyrir atvinnulíf og samfélag - Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
 • Sjónarmið atvinnulífsins - Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA

Pallborðsumræður
Þátttakendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stuttu máli. Að því loknu eru opnað fyrir umræður ásamt athugasemdum og spurningum úr sal.

 • Hreggviður Jónsson, Viðskiptaráði Íslands
 • Svana Helen Björnsdóttir, Samtökum iðnaðarins
 • Þorsteinn Víglundsson, Samtökum atvinnulífsins
 • Ari Kristinn Jónsson, Háskólanum í Reykjavík
 • Hilmar Bragi Janusson, Háskóla Íslands
 • Stefán B. Sigurðsson, Háskólanum á Akureyri
 • Magnús Orri Schram, Samfylkingu
 • Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki
 • Heiða Kristín Helgadóttir, Bjartri framtíð
 • Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum
 • Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki
 • Smári McCarthy, Pírötum

Fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Tengt efni

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023