International Chamber Cup

Staðsetning: Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði

Fimmtudaginn 29. ágúst verður hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna, International Chamber Cup, haldið á golfvellinum Keili í Hafnarfirði, sem talinn er vera einn af betri golfvöllum landsins. Veðurspáin er góð og gert er ráð fyrir 19 stiga hita.

Allir meðlimir Amerísk-, Dansk-, Færeysk-, Finnsk-, Fransk-, Þýsk-, Grænlensk-, Ítalsk-, Norsk-, Spænsk- og Sænsk-Íslenska Viðskiptaráðsins, ICC og Viðskiptaráðs Íslands eru velkomnir. Notið daginn til að byggja upp tengslanet og njóta félagsskapar annarra meðlima ráðanna.

Liðakeppni mun vera haldin samhliða hinu hefðbundna golfmót. Einstaklingar sem vilja taka þátt skrá sig sem fulltrúa einna viðskiptaráðanna. Þrjú bestu skorin samkvæmt stableford skora kerfinu (með forgjöf) telja fyrir hvert ráð. Það ráð sem hefur besta skorið vinnur og tekur með sér heim veglegan farandbikar. Þess má geta að Dansk-íslenska viðskiptaráðið hefur unnið tvö síðustu mót.

Athugið að það er ekkert hámark á því hversu margir geta leikið fyrir hvert ráð en lágmarkið eru þrír fulltrúar. Félagar millilandaráðanna eru sérstaklega hvattir til að taka þátt til að ganga úr skuggum um að nægilegur fjöldi þátttakenda náist.

Um mótaröðina:

  • Stableford keppni með forgjöf
  • Einstaklingsverðlaun fyrir 1., 2., 3. og síðasta sæti
  • Chamber Cup liðaverðlaun (sjá að ofan)
  • Aukaverðlaun fyrir lægsta skorið í höggleik
  • Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins
  • Verðlaun fyrir bestu nýtnina á vellinum

Praktískir hlutir:

  • Fyrsti leikur hefst kl. 13:00
  • Seinasti leikur hefst kl. 14:30 (áætlun)
  • Matur í klúbbhúsinu hefst kl. 19:30
  • Verð fyrir golf og mat kr. 9.900 á mann (kr. 5.000 ef annað hvort er valið)

Frekari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, skráning fer fram hér

Tengt efni

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Skoða þarf fleiri hliðar á samkeppnisumhverfi íslenskra fjölmiðla

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið.
16. feb 2022