Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík

Forsætisráðuneytið logo VÍ logo


Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2. september næstkomandi. Þar munu erlendir sérfræðingar greina frá því hvernig helst megi ná árangri á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík milli klukkan 12:00 og 14:00 í fundarsalnum Gullteigi.

Þátttökugjald er kr. 3.500. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Dagskrá hádegisverðarfundarins:

  • Ávarp forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
  • Lykilatriði fyrir bætt regluverk; hugleiðingar um reynslu Breta af „One In, Two Out“, Michael Gibbons, formaður Regulatory Policy Committee
  • Hvað er reglubyrði og hvernig mælum við hana? Peter Bex, SIRA-Consulting
  • Samspil átaksverkefna á landsvísu og alþjóðlegs samstarfs, Nick Malyshev, deildarstjóri, OECD
  • Spurningar og svör.

Fundarstjóri er Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já upplýsingaveitna.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.

Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að aðgerðaáætlun á þessu sviði og væntir ríkisstjórnin góðs samstarfs allra hlutaðeigandi aðila við framkvæmd hennar: Alþingis, ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og Viðskiptaráðs Íslands. Í kjölfar hádegisverðarfundarins verður tveggja daga vinnufundur þessara aðila þar sem fyrirhugaðar aðgerðir verða bornar undir erlendu sérfræðingana og fengin hjá þeim góð ráð um útfærslu.

Tengt efni

Greiðslumiðlun Schrödingers

„Með frumvarpinu er ekki einungis verið að veita Seðlabankanum heimild til að ...
4. mar 2024

Stjórnvöld efni loforð sín og setji aukinn kraft í einföldun regluverks

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um ...
3. feb 2022

Skattadagur Deloitte

Skattadagur Deloitte í samvinnu við Viðskiptablað Morgunblaðsins, Samtök ...
13. jan 2005