Kauphallardagurinn

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Laugardaginn 16. nóvember munu NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) og Háskólinn í Reykjavík (HR) standa í fyrsta skipti fyrir Kauphallardeginum í húsakynnum HR. Gestir geta fræðst um markaðinn, kannað möguleika sem bjóðast í sparnaði og áhættudreifingu, fengið ráðleggingar um hvernig eigi að spara fyrir fyrstu íbúðinni, hvaða möguleikar eru fyrir hendi við starfslok og einnig fengið upplýsingar um hvernig fyrirtæki verða til og af hverju þau fara á hlutabréfamarkað. Einnig verður fjallað um hlutverk kauphalla og veittar verða leiðbeiningar um það hvernig best sé að bera sig að við viðskipti á markaði.

Viðskiptaráð, Kauphöllin og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið saman upplýsingabækling með nokkrum gullnum reglum varðandi þátttöku á markaði - Fjárfesting á markaði: Taktu meðvituð skref - sem bæði verður kynntur og honum dreift á Kauphallardeginum, en verður einnig aðgengilegur á rafrænu formi.

Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast hér

Tengt efni

Ráðstefna Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins

Þann 8. apríl n.k. mun Íslensk-ameríska viðskiptaráðið (IACC) efna til ráðstefnu ...
8. apr 2010

Iceland International Chamber Cup 2010

Save the day for an international golf tournament in the splendid surroundings ...
2. sep 2010