Pop-up ráðstefna um fjármálalæsi

Í tilefni af alþjóðlegri fjámálalæsisviku sem nú stendur yfir er brugðið upp Pop-up ráðstefnu um fjármálalæsi í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudag, kl 11:30 í stofu V101. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Dagskráin er sem hér segir:
11:30 Meniga: Sveinn Waage hjá Meniga talar um heimilisbókhald og Meniga.
11:40 Neytendastofa: Matthildur Sveinsdóttir fjallar um neytendalán.
11:50 Umboðsmaður skuldara: Svanborg Sigmarsdóttir fjallar um mikilvægi þess að bregðast fljótt við greiðsluvanda.
12:00 Hópur nemenda í MPM námi HR: Svava Björk Ólafsdóttir kynnir nýjan fjármálalæsisleik.
12:10 Fjármálaráðuneytið: Davíð Steinn Davíðsson fjallar hvort skattar séu háir á Íslandi.
12:20 Kauphöllin: Baldur Thorlacius fjallar um hvað þarf að hafa í huga áður en þú byrjar að fjárfesta á verðbréfamarkaði.
12:30 Seðlabanki Íslands: Lúðvík Elíasson fjallar um virði peninga, verðlag og verðtryggingu.

Alþjóðleg fjármálalæsisvika á Íslandi er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Hreyfingin vinnur að eflingu fjármálalæsis og aðgengi barna og ungmenna að öruggri og barnvænni fjármálaþjónustu um heim allan. Hreyfingin nýtur stuðnings margra framámanna og stofnana á heimsvísu, þar á meðal aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban-Ki Moon.

Alls hafa 485 stofnanir og fyrirtæki í 112 löndum tekið þátt í yfir 2000 viðburðum með aðkomu meira en 2 milljóna þátttakenda á alþjóðlegri fjármálalæsisviku 2014, enn sem komið er. Nánari upplýsingar má sjá á www.fe.is og á Facebooksíðu vikunnar

Tengt efni

Morgunspjall með forsætisráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
24. maí 2023

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar

Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir opnum ...
28. sep 2021