Pop-up ráðstefna um fjármálalæsi

Í tilefni af alþjóðlegri fjámálalæsisviku sem nú stendur yfir er brugðið upp Pop-up ráðstefnu um fjármálalæsi í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudag, kl 11:30 í stofu V101. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Dagskráin er sem hér segir:
11:30 Meniga: Sveinn Waage hjá Meniga talar um heimilisbókhald og Meniga.
11:40 Neytendastofa: Matthildur Sveinsdóttir fjallar um neytendalán.
11:50 Umboðsmaður skuldara: Svanborg Sigmarsdóttir fjallar um mikilvægi þess að bregðast fljótt við greiðsluvanda.
12:00 Hópur nemenda í MPM námi HR: Svava Björk Ólafsdóttir kynnir nýjan fjármálalæsisleik.
12:10 Fjármálaráðuneytið: Davíð Steinn Davíðsson fjallar hvort skattar séu háir á Íslandi.
12:20 Kauphöllin: Baldur Thorlacius fjallar um hvað þarf að hafa í huga áður en þú byrjar að fjárfesta á verðbréfamarkaði.
12:30 Seðlabanki Íslands: Lúðvík Elíasson fjallar um virði peninga, verðlag og verðtryggingu.

Alþjóðleg fjármálalæsisvika á Íslandi er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Hreyfingin vinnur að eflingu fjármálalæsis og aðgengi barna og ungmenna að öruggri og barnvænni fjármálaþjónustu um heim allan. Hreyfingin nýtur stuðnings margra framámanna og stofnana á heimsvísu, þar á meðal aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban-Ki Moon.

Alls hafa 485 stofnanir og fyrirtæki í 112 löndum tekið þátt í yfir 2000 viðburðum með aðkomu meira en 2 milljóna þátttakenda á alþjóðlegri fjármálalæsisviku 2014, enn sem komið er. Nánari upplýsingar má sjá á www.fe.is og á Facebooksíðu vikunnar

Tengt efni

Staða og hlutverk gerðardómsréttar á Íslandi

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og ...
27. jan 2009

Íslenskun ársreikninga íþyngjandi skref fyrir alþjóðleg fyrirtæki

Í sameiginlegri umsögn Viðskiptaráðs Íslans, CCP, Eyrir Invest, Icelandair ...
31. okt 2018

Samfélagsskýrsla ársins verðlaunuð í fyrsta sinn

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veita viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ...
5. jún 2018