Hin nýja stjórnarskrá Evrópu

Þann 22. júlí nk. kl. 12.00-13.30, mun dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands flytja opinn fyrirlestur í Norræna húsinu um efnið "Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin". Auk þess mun  hann ræða stuttlega varnarmálastefnu Evrópusambandsins, stöðu smærri Evrópulanda innan og utan ESB og hugsanlega aðild Íslands og Noregs að sambandinu. Að loknu erindi hans munu þær Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar skiptast á skoðunum við hann um efni fyrirlestrarins. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Dr. Denis MacShane hefur verið þingmaður á breska þinginu frá árinu 1994. Hann skrifar reglulega í dagblöð og stjórnmálarit í Bretlandi, frönsk, þýsk og bandarísk dagblöð og er að auki höfundur nokkurra bóka um alþjóðastjórnmál. Hann nam við Merton College í Oxford og er með PhD gráðu í alþjóðahagfræði frá London University. Dr. Denis MacShane er fyrsti ráðherra Bretlands sem kemur sérstaklega í heimsókn til Íslands síðan 1996.  Aðalerindi hans hingað er að funda með íslenskum stjórnvöldum og mun hann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Dagskrá:
12.05 Ávarp. Alp Mehmet, Breski Sendiherrann á Íslandi
12.10 "Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin" Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands
12.50 Pallborðsumræður
Dr. Denis MacShane, Evrópumálaráðherra Bretlands
Sólveig Pétursdóttir, Formaður Utanríkismálanefndar Alþingis
Jónína Bjartmarz Varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Varaformaður Samfylkingarinnar
13.30 Fundi slitið.

Tengt efni

Stjórnarskrá í sátt

Stjórnarskrám er ætlað að standast tímans tönn og löng hefð er fyrir því að ...
9. mar 2021

Framsögufólk Viðskiptaþings kynnt til leiks

Hulunni hefur nú verið svipt af framsögufólki Viðskiptaþings 2020 sem fer fram ...
27. jan 2020

Ráðast þarf á rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði

Það er ekki aðeins á auglýsingamarkaði sem samkeppnisstaða RÚV hefur áhrif
5. feb 2021