Mál í brennidepli - haustkynning

Á afmælisdegi Verslunarráðs, föstudaginn 17. september kl. 16, er félögum ráðsins boðið að koma á haustkynningu.

Kynnt verða þau mál sem verða í brennidepli fram til hausts 2005.

Félögum ráðsins gefst tækifæri til að koma með ábendingar um mál til skoðunar, ræða við starfsmenn og stjórnarmenn um starf ráðsins og hitta aðra félagsmenn.

Á sama tíma opnar Pétur Gautur, myndlistamaður, sýningu í sölum ráðsins. Léttar veitingar verða í boði.
Fyrirfram skráning æskileg í fundir@vi.is.

Tengt efni

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Er Austurland vaxtarsvæði framtíðarinnar?

Staðsetning: Félagsheimili Reyðarfjarðar kl. 13:00 - 18:00. Hver er framtíðarsýn ...
24. maí 2005