AMÍS: Washingtonferð 7.-10. maí

Amerísk íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslensk ameríska viðskiptaráðið, sendiráð Íslands í Washington og viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvægasta hagkerfi heims.

Með í för verður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra og mun Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, taka þátt í dagskránni.

Skráning stendur yfir og félagar eru hvattir til að tryggja sér sæti hið fyrsta. Takmarkaður fjöldi þátttakenda – í fyrra var uppselt.

Hver og einn bókar flug/hótel í gegnum bókunarnúmer hópsins (sjá neðar).

Þátttökugjaldið er kr. 63.000 fyrir dagskrá í heild.
Innifalið í dagskrárgjaldi: Hádegisverður báða daga, sameiginlegur kvöldverður, morgunverður síðari daginn, akstur sem tekur mið af dagskránni og annað sem fellur til við dagskrárhluta.
Nánari upplýsingar hjá hb@chamber.is

Smelltu hér til að skrá þig í flugið (hópnúmer 3643)

Við höfum tekið frá sæti í flugi með Icelandair

Opið er fyrir bókanir á sérstökum kjörum til 3. mars.

Farið er inn á vefslóðina www.icelandair.is/hopar og slegið inn númer hópsins 3643. Þar er hægt að ganga frá greiðslu ferðar með kortum og gjafabréfum.

Við höfum samið við Churchill Hotel í Washington DC. Eftirfarandi er verð í gistingu í Washington 07.-10. maí 2017 (athugið að opið er fyrir bókanir á sérstökum kjörum til 3. mars):

Verð : 70.200,-isk á mann í tvíbýli
Verð : 125.700,-isk á mann í einbýli

Verð í flug og gistingu:
185.200,-isk á mann í einbýli.
129.400,-isk á mann í tvíbýli með tvíbreiðu rúmi (Double)
133.800,-isk á mann í tvíbýil með tveimur rúmum (Twin)
Innifalið: flug, flugvallaskatta, gisting í 3 nætur á Churchill hotel og þjónustugjald

Smelltu hér til að sjá auglýsingu í fullri stærð

Smelltu hér til að skrá þig í ferðina

Tengt efni

Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Viðskiptaþing 2024 fer fram 8. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. ...
16. jan 2024

Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á ...
9. okt 2023

Já, ég er óþolandi

Svanhildur Hólm er komin með nýtt áhugamál sem vonandi léttir eitthvað álaginu ...
12. apr 2023