Er aðhaldinu lokið? Framvinda og horfur í rekstri hins opinbera

Fimmtudaginn 18. september, kl. 8.30-10.00, standa Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni "Er aðhaldinu lokið? Framvinda og horfur í rekstri hins opinbera." Á fundinum verður fjallað um stöðu ríkisreksturs, framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og helstu viðfangsefni í ríkisfjármálum á komandi misserum. Meðal ræðumanna eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins.

Í pallborði verða eftirtaldir aðilar:

  • Ásmundur Einar Daðason
  • Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
  • Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
  • Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Fundarstjórn er í höndum Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.

Aðgangseyrir er 2.900 kr. og er morgunverður í boði frá kl. 8.15.

Tengt efni

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu ...
19. jún 2024

Vel heppnað Viðskiptaþing 2022

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2022 sem Viðskiptaráð stóð fyrir á ...
25. maí 2022

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022