Hádegisfundur með Baltasar Kormáki

AMÍS býður félögum og vinum ráðsins til spennandi hádegisfundar á degi Leifs Eiríkssonar með Baltasar Kormáki, leikstjóra og framleiðanda, en hann frumsýndi nýlega stórmyndina Everest á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Á fundinum mun Baltasar fjalla um fjármögnun stórra bíómynda, um leiðina frá hugmynd til frumsýningar, möguleika Íslendinga í alþjóðlegum kvikmyndaheimi og svara spurningum gesta.

Hvenær: Föstudaginn 9. október kl. 12.00-13.00
Hvar: Kex Hostel
Verð: 2.900 kr.
Tungumál: Íslenska

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Viðburðir

AMIS : Hádegisfundur með Oliver Luckett

Í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar ætla AMIS og Íslandsstofa að bjóða upp á ...
11. okt 2016
Viðburðir

Ísland - spennandi kostur?

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða mun ræða þessar og fleiri spurningar ...
9. okt 2017
Viðburðir

FRIS Beaujolais

Nýja vínið Beaujolais Nouveau er væntanlegt til landsins og við viljum njóta ...
17. nóv 2016