Hádegisverðarfundur um Transatlantic Trade & Investment Partnership (TTIP)

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar umTransatlantic Trade and Investment Partnership (TTIP). Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Tim starfaði áður m.a. sem samningamaður í ýmsum viðskiptaviðræðum fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur fylgst náið með TTIP og þekkir þess utan starfsemi bandaríska þingsins þegar kemur að fríverslunarsamningum við erlend ríki, einkum þær áskoranir sem bandarískir þingmenn standa frammi fyrir í þeim efnum.

Takið frá hádegið á degi Leifs heppna þann 9. október. Dagskrá verður nánar auglýst síðar.

Tengt efni

Viðburðir

Ísland - spennandi kostur?

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða mun ræða þessar og fleiri spurningar ...
9. okt 2017
Viðburðir

CEFTA fundur

Open for Business, Opportunities Through The Canada-EFTA Trade Agreement. Don't ...
23. feb 2009
Viðburðir

AMIS : Hádegisfundur með Oliver Luckett

Í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar ætla AMIS og Íslandsstofa að bjóða upp á ...
11. okt 2016