Hádegisverðarfundur um Transatlantic Trade & Investment Partnership (TTIP)

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar umTransatlantic Trade and Investment Partnership (TTIP). Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Tim starfaði áður m.a. sem samningamaður í ýmsum viðskiptaviðræðum fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur fylgst náið með TTIP og þekkir þess utan starfsemi bandaríska þingsins þegar kemur að fríverslunarsamningum við erlend ríki, einkum þær áskoranir sem bandarískir þingmenn standa frammi fyrir í þeim efnum.

Takið frá hádegið á degi Leifs heppna þann 9. október. Dagskrá verður nánar auglýst síðar.

Tengt efni

Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu

Í ljósi tilkynningar Samkeppniseftirlitsins telja Samtök atvinnulífsins (SA) og ...
22. okt 2021

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021

Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð ...
6. sep 2021