Iceland's Bright Future

Bresk-íslenska viðskiptaráðsins stendur fyrir morgunverðarfundi þann 23.september í London, undir yfirskriftinni Iceland´s Bright Future.

Þar mun DNB bankinn kynna greiningu á Íslandi, íslensku efnahagslífi og íslenska bankakerfinu. Håkan Fure, einn þekktasti greinandi á fjármálamarkaði í Noregi, hefur að undanförnu greint stöðu mála á Íslandi ásamt samstarfsfólki hjá greiningardeild bankans, og mun birta niðurstöður sínar á fundinum.

Fundurinn er haldinn í Skinners Hall, í London í samvinnu við Íslandsbanka og DNB banka. Þar mun Aldo Musacchio,professor frá Harvard Viðskiptaskólanum, sem meðal annars hefur kennt MBA nemum við Háskólann í Reykjavík, greina frá rannsóknum sínum á þróun efnahags- og fjármála á Íslandi. Musacchio er þekktur fyrir kenningar sínar um stefnumótun í efnahagsmálum og birti meðal annars fyrir spásögn um bankakreppuna á Íslandi í maí 2008

Afar áhugavert verður að bera greiningu hinna erlendu fræðimanna við viðhorf Íslendingana sem taka til máls á fundinum, en hinn þekkti norski sjónvarpsmaður Geir Heljesen, mun leiða þátttakendur saman í viðræðu að loknum erindum þeirra.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Fréttir

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020
Fréttir

Forðast ber ríkisvæðingu

Samræmingarnefnd um endurreisn bankakerfisins, sem stofnuð var á grundvelli ...
13. feb 2009
Viðburðir

Harvard - um Ísland

Áðurnefndum fundi Harvard: Um Ísland sem halda átti á morgun, miðvikudaginn 1. ...
1. okt 2008