Interconnecting Interests - Sæstrengur milli Íslands og Bretlands

Bresk-íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands þann 22. september næstkomandi undir yfirskriftinni „Interconnecting Interests“.

Umræðan um sölu á raforku um sæstreng til Bretlands hefur verið töluverð að undanförnu og ýmis álitamál verið reifuð. Í ljósi þessa telur BRÍS mikilvægt að fara yfir helstu álitamálin. Á fundinum munu framsögumenn leitast við að varpa ljósi á málefnið og ræða m.a. um reynslu annarra landa af sæstreng, áhrif hans á raforkuverð hérlendis, orkuauðlindir, umhverfi og áhrif á íslenskt raforkukerfi.

Fundurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 15:00- 17.00. Frítt er inn á fundinn.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands 2020: Niðurstöður kynntar

Viðskiptaráð Íslands býður til opins fjarfundar 16. júní þar sem niðurstöður ...
11. jún 2020

Skattafrumvörp og áhrif á atvinnulífið

Í tilefni af nýju skattafrumvarpi býður Deloitte til opins upplýsingafundar um ...
9. des 2009

Opinn fundur um skattamál fyrirtækja

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar ...
23. sep 2010