Lífið finnur leið - kynning fyrir aðildarfélaga

Viðskiptaráð Íslands býður aðildarfélögum sínum á lokaðan fund þar sem Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ráðsins heldur kynninguna Lífið finnur leið. Þar mun Konráð fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum. Undirrituð, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður ráðsins mun jafnframt taka á móti gestum yfir léttri morgunhressingu.

Hvenær: 8. apríl
Klukkan: 8:30 - 09:30
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Rvk.
Salur: Hylur - 1. hæð

Íslenskt efnahagslíf hefur farið í gegnum mikla umbrotatíma síðustu ár og eftir mikinn uppgang eru óveður- og óvissuský að hrannast upp þó að handan þeirra geti verið bjartari tíð. Á þessum tímamótum er því tilvalið að fara yfir stóru myndina í efnahagsmálunum - hvað hefur einkennt síðustu ár og hvaða þýðingu það hefur.

Í ljósi þess verður þá spurt: Hvað svo?

Verið hjartanlega velkomin í opið samtal yfir léttum morgunveitingum. Skráið ykkur endilega á fundinn svo hægt sé að áætla veitingar í samræmi við þátttöku.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Katrín Olga Jóhannesdóttir,
formaður Viðskiptaráðs Íslands

Tengt efni

Jöfnunarsjóður atvinnulífsins?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar um ...
21. feb 2024

Lífið finnur leið

Íslenskt efnahagslíf hefur farið í gegnum mikla umbrotatíma síðustu ár og eftir ...
17. apr 2019