FRÍS: Málstofa um ferðaþjónustu í Frakklandi og á Íslandi

Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir málstofu um ferðaþjónustu í Frakklandi og á Íslandi föstudaginn 17. mars kl. 9.00-16.00. Á málstofunni er lögð áhersla á viðbrögð ferðaþjónustunnar sjálfrar og stefnumótandi aðila á áhættuþætti tengda ferðaþjónustu, svo og hvernig tækla megi óvissu og skyndilegar breytingar í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu.

Helstu umfjöllunarefni eru:

  • Hvernig hafa aðilar í ferðaþjónustu og stjórnkerfið í Frakklandi tekist á við skyndilega aukningu eða samdrátt í fjölda ferðamanna?
  • Hvernig tryggja aðilar í ferðaþjónustu sig gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla?
  • Hvernig viðheldur land stöðu sinni sem mikilvægur áfangastaður fyrir ferðamenn?
  • Hvernig getur markaðssetning breytt erfiðri stöðu í tækifæri?
  • Viðhald og öryggi á áfangastöðum ferðamanna í Frakkland – hvernig má koma í veg fyrir niðurníðslu?

Verð fyrir meðlimi FRÍS er 16.900 kr. en almennt verð er 19.000 kr.

Skráning fer fram hér

Dagskrá

8.30: Skráning

9.00-12.00 Fyrirlestrar

Opnunarávarp
Baldvin Björn Haraldsson
Formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Hvers vegna Inspired by Iceland?
Inga Hlín Pálsdóttir
Forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, Íslandsstofu

Hvernig hafa franskir aðilar í ferðaþjónustu tekist á við mikla aukningu/samdrátt í fjölda ferðamanna
Jürgen Bachmann
Framkvæmdastjóri Seto, samtaka aðila í ferðaþjónustu í Frakklandi

Umhverfisvernd og öryggi ferðamanna – aðkoma hins opinbera í Frakklandi og samstarf við einkageirann
Isabelle Balsamo
Eftirlitsaðili öryggis- og aðgengismála, Mennta- og menningarmálaráðuneyti Frakklands

Hvernig hafa Frakkar tryggt dreifingu ferðamanna um landið og stefnumótun opinberra aðila í ferðamálum
Philippe Maud‘Hui,
Forstöðumaður þróunarmála, Atout France, stofnun þróunar ferðamála í Frakklandi

Hvernig tryggja franskir aðilar sig gegn áhættuþáttum, s.s. breytingum á gengi gjaldmiðla. Önnur lagaleg atriði.
Emmanuelle Llop
Lögmaður, lögmannsstofunni Euquinoxe Avocats

Þróun ferðageirans í tengslum við efnahagslega þætti
Gunnar Haraldsson
Hagfræðingur, Intellecon ehf.

OECD og ferðaþjónustan
Kristján Andri Stefánsson
Sendiherra Íslands í Frakklandi

Samantekt erinda
Ólöf Ýrr Atladóttir
Ferðamálastjóri

12.00-13.00: Hádegismatur og tengslamyndun

13.00-14.30: Vinnustofur

Vinnustofa 1 - Emmanuelle Llop
Hvernig tryggja aðilar í ferðaþjónustu sig gegn breytingum á gengi gjaldmiðla og lögfræðilegum áhættuþáttum.

Vinnustofa 2 - Jürgen Bachmann
Hvernig bregðast aðilar í ferðaþjónustu við skyndilegri aukningu eða samdrætti í fjölda ferðamanna.

Vinnustofa 3 - Isabelle Balsamo
Dreifing ferðamanna um landið og áskoranir tengdar uppbyggingu og öryggi ferðamannastaða.

Vinnustofa 4 - Philippe Maud‘Hui
Hvernig má breyta utanaðkomandi ógnunum í tækifæri og hvernig hefur Frakkland náð að viðhalda stöðu sinni sem einn vinsælasti viðkomustaður í heimi.

14.30-15.00: Kaffihlé

15.00-16.00: Kynningar á raundæmum úr vinnustofum

Skráning fer fram hér

Dagskrá

Tengt efni

Ríkið kyndir undir verðbólgu

Leiðrétt fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin að styðja svipað mikið ...
13. des 2021

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í ...
12. jan 2022

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2022

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 9.00 í Húsi atvinnulífsins
10. feb 2022