Ný lög um gerðardóma fyrir Ísland?

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic Arbitration Centre og Viðskiptaráð Íslands býður þér á morgunverðarfund þriðjudaginn 23. September kl 8.30

Á fundinum mun Gilles Cuniberti, franskur prófessor í lögum frá Luxembourg University flytja fyrirlestur um þau atriði sem efst eru á baugi í löggjöf um gerðardóma í Evrópu.

Hvenær: þriðjudaginn 23. september kl. 08:30 – 10:00.
Hvar: Hús verslunar, Kringlunni 7, 7. hæð
Þátttökugjald: Frítt er á fundinn
Fundarmál: enska
Morgunhressing og kaffi  

Skráning hér

Í framsögu sinni mun Gilles Cuniberti fjalla um nokkur atriði sem eru efst á baugi á sviði löggjafar um gerðardóma, s.s. hvað sé unnið með setningu nýrra laga um gerðardóma. Er markmið með setningu nýrra laga að bæta lagaumhverfi fyrir ágreining milli íslenskra aðila eða er markmiðið að gera Ísland að áhugaverðu umdæmi fyrir alþjóðlegan gerðardómságreining? Þá verður fjallað um þær leiðir sem farnar hafa verið til að draga alþjóðlegan gerðardómságreining að ákveðnum lögsagnarumdæmum.

Cuniberti mun nota franska löggjöf til samanburðar og þannig gera tilraun til að útskýra hvers vegna París sé nú um stundir einn fremsti vettvangur heimsins í alþjóðlegum gerðardómságreiningi. Þá verður einnig fjallað um það hvort hægt sé að rekja slíka forystu til einkennandi atriða úr frönskum lögum eða einhvers annars.

Tengt efni

Viðskiptaþing í Hörpu á morgun

Árlegt Viðskiptaþing fer fram í Silfurbergi í Hörpu á morgun 13. febrúar og ...
12. feb 2020

Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic ...
25. sep 2014

Ráðstefna um alþjóðlegan gerðardómsrétt

Gerðardómur Alþjóða viðskiptaráðsins (e. ICC International Court of Arbitration) ...
7. sep 2017