Opinn fyrirlestur með Dominic Barton, forstjóra McKinsey & Co.

Forstjóri eins fremsta ráðgjafafyrirtækis heims, McKinsey & Company heldur opinn fyrirlestur:

Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar

  • Hvenær: 21. september kl.12.00 - 13.15
  • Hvar: Ath. breytt staðsetning vegna mikillar eftirspurnar: Háskólabíó - Stóra sal

Fyrirlesturinn er einstakt tækifæri fyrir nemendur og aðra hér á landi til þess að hlusta á einn fremsta leiðtoga heims á sínu sviði og um leið skyggnast inn í þarfir framtíðarinnar. Fyrirlesturinn er jafnframt einn af mörgum hátíðarliðum Viðskiptaráðs Íslands í tilefni af aldarafmæli ráðsins á árinu.

Dagskrá: Undrabarnið Ásta Dóra flytur tónverk á píanó áður en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson opnar viðburðinn ásamt formanni Viðskiptaráðs, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur sem býður Dominic Barton velkominn til leiks. Að endingu tilkynnir menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sigurvegara í verkkeppni Viðskiptaráðs og háskólanna.

Hver í #@$%& er Dominic Barton?

Kanadamaðurinn Dominic Barton er forstjóri alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Company. Hjá McKinsey starfa yfir 14 þúsund starfsmenn út um allan heim og eru viðskiptavinir þess allt frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum til ríkisstjórna einstakra ríkja. Á þeim átta árum sem Dominic hefur stýrt fyrirtækinu hefur hann orðið heimsþekkt nafn í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi auk þess að vera reglulegur gestur á listum yfir vinsælustu forstjóra heims meðal sinna starfsmanna. Þá er Dominic sjálfur einnig helsti efnahagsráðgjafi kanadísku ríkisstjórnarinnar.

Dominic hefur undanfarin ár einblínt á í hvaða átt viðskiptaumhverfi framtíðarinnar er að þróast og hvað leiðtogar framtíðarinnar þurfa að hafa í huga til að skara fram úr. Dominic er gríðarlega vinsæll fyrirlesari og hefur haldið fyrirlestra í mörgum af bestu háskólum heims. Hann er þekktur fyrir að veita hlustendum innblástur og ráð sem gagnast þeim til að ná frama á starfsvettvangi sínum.

Aðgangur er gjaldfrjáls og opinn öllum en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan til þess að tryggja sér sæti.

Tengt efni

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023

Tryggðu þér miða á Viðskiptaþing 2022

Miðasala er hafin á Viðskiptaþing 2022 sem fer fram föstudaginn 20. maí á Hilton ...
3. maí 2022