SÍV: Smart og snjallt – hönnun og tækni fyrir framtíðarheimilið

Morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili fer fram í húsakynnum Advania föstudaginn 24. mars kl. 8.30-10.00. Sigríður Heimisdóttir kynnir á svið aðalfyrirlesara dagsins, en fyrst verður hún með stutta hugleiðingu um framtíðarsýn húsgagnaiðnaðarins og hlutverk tæknilausna. Því næst stígur á svið Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering sem kynnir stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins. Fundurinn er samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Dagskrá:

8.00 - Húsið opnar

08:30 - Advania býður góðan dag. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

08:35 - Tæknivæðing heimilanna. Sigríður Heimisdóttir hefur starfað sem þróunarstjóri og iðnhönnuður hjá IKEA og hefur þar öðlast áhugaverða innsýn í tæknivæðingu heimila og hún verður með stutta hugleiðingu um málið áður en hún kynnir á svið aðalfyrirlesara dagsins.

08:45 – Stafræna myndabyltingin að baki, hvað næst? Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering fjallar um stafrænt stjórnborð fyrir tónlistina á heimilinu og þær nýju leiðir sem fyrirtækið fer þegar kemur að hönnun og nálgun tæknilausna fyrir heimili. Jesper er þekktur fyrir framsýni og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við Diesel og Norrlands Gull. Jesper er einn af stofnendum sænska hágæða fatamerkisins Acne en söðlaði nýlega um og stofnaði félagið Teenageengineering.

09:30 - Snjallar lausnir fyrir heimili - Ingi Börn Ágústsson frá Vodafone fjallar um snjallar lausnir fyrir heimili. Vodafone Group leggur áherslu á netvæðingu hluta (IoT) á heimsvísu og vinnur með aðilum eins og Apple, Google og Amazon. Ingi mun gefa innsýn inn í stefnur þessara fyrirtækja og framtíðarsýn. Einnig fjallar hann um hvað ber að hafa í huga til að tryggja öryggi snjalls heimilis.

10:00 - Fundarlok

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Halli kjörinn á þing

Kjósendur eiga betra skilið en óljósa forgangsröðun eða að ríkið rýri eignir og ...
24. sep 2021

Breytingu ráðuneytis fagnað

Viðskiptaráð fagnar breyttri nálgun heilbrigðisráðuneytisins á fyrirhugaðri ...
2. sep 2021

Vafa eytt um réttaráhrif birtingar

Viðskiptaráð fagnar þeirri stefnumörkun stjórnvalda að gera þjónustu hins ...
16. apr 2021