SÍV: Smart og snjallt – hönnun og tækni fyrir framtíðarheimilið

Morgunverðarfundur um hönnun og tæknilausnir fyrir nútímaheimili fer fram í húsakynnum Advania föstudaginn 24. mars kl. 8.30-10.00. Sigríður Heimisdóttir kynnir á svið aðalfyrirlesara dagsins, en fyrst verður hún með stutta hugleiðingu um framtíðarsýn húsgagnaiðnaðarins og hlutverk tæknilausna. Því næst stígur á svið Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering sem kynnir stafrænt stjórnborð fyrir tónlistarstjórnun heimilisins. Fundurinn er samstarfsverkefni Advania, Sendiráðs Svíþjóðar í Reykjavík og Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Dagskrá:

8.00 - Húsið opnar

08:30 - Advania býður góðan dag. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

08:35 - Tæknivæðing heimilanna. Sigríður Heimisdóttir hefur starfað sem þróunarstjóri og iðnhönnuður hjá IKEA og hefur þar öðlast áhugaverða innsýn í tæknivæðingu heimila og hún verður með stutta hugleiðingu um málið áður en hún kynnir á svið aðalfyrirlesara dagsins.

08:45 – Stafræna myndabyltingin að baki, hvað næst? Jesper Kouthoofd frá Teenageengineering fjallar um stafrænt stjórnborð fyrir tónlistina á heimilinu og þær nýju leiðir sem fyrirtækið fer þegar kemur að hönnun og nálgun tæknilausna fyrir heimili. Jesper er þekktur fyrir framsýni og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við Diesel og Norrlands Gull. Jesper er einn af stofnendum sænska hágæða fatamerkisins Acne en söðlaði nýlega um og stofnaði félagið Teenageengineering.

09:30 - Snjallar lausnir fyrir heimili - Ingi Börn Ágústsson frá Vodafone fjallar um snjallar lausnir fyrir heimili. Vodafone Group leggur áherslu á netvæðingu hluta (IoT) á heimsvísu og vinnur með aðilum eins og Apple, Google og Amazon. Ingi mun gefa innsýn inn í stefnur þessara fyrirtækja og framtíðarsýn. Einnig fjallar hann um hvað ber að hafa í huga til að tryggja öryggi snjalls heimilis.

10:00 - Fundarlok

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til ...
8. feb 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024 - Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til ...
8. feb 2024

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024