SPIS: Mañana - Spánn og framtíðin

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til opins morgunfundar um framtíð efnahagsmála á Spáni fimmtudaginn 11. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 08.30 - 10.00.

Spánn hefur lengi verið mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland, en erfiðleikar undanfarinna ára í efnahagslífinu þar eru flestum kunnir. Atvinnuleysi hefur verið mjög hátt og ásakanir um spillingu landlægar. Nýlegar kannanir sýna að almenningur hefur litla trú á að staðan batni á næstunni.

Ræðumenn verða:

Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands: Back to prosperity vs. prosperity for all. A tale of two countries after the 2008 crisis.

Elvira Mendez Pinedo er prófessor í evrópulögum við HÍ. Hún gaf út bók um hrunið á Íslandi og eftirmála þess og hefur m.a annars unnið við rannsóknir á sambandi neytendaverndar og óhóflegrar skuldsetningar bæði á Íslandi og Spáni.

Rafael Martinez Ferreira, prófessor við IE viðskiptaskólann í Madrid: Iceland & Spain, Economies & Financial Systems Analysis and Opportunities

Rafael Martinez Feirrera er fæddur 1965 og búsettur í Madrid. Hann hefur áratuga reynslu úr alþjóðlegu viðskipta- og fjármálalífi. Hann hefur unnið fyrir McKinsey og Santander bankann svo fátt eitt sé nefnt, en auk þess að gegna prófessorsstöðu rekur hann umfangsmikið ráðgjafafyrirtæki.

Praktískar upplýsingar:
Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á jarðhæð hússins.
Hvenær: fimmtudaginn 11. júni frá 8.30-10.00
Fundarmál: Enska
Verð: Frítt inn en nauðsynlegt að skrá sig

Fundarstjóri: Friðrik Steinn Kristjánsson, formaður SPIS

Skráning hér

Tengt efni

Er framtíðin sjálfbær og gagnsæ?

Morgunfundur KPMG í samstarfi við Viðskiptaráð.
25. okt 2022

Hver var þessi týpa?

Það verður forvitnilegt að sjá hversu margir viðurkenna það eftir nokkur ár að ...
10. feb 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021