Beint į leišarkerfi vefsins

Upprunavottorš

Upprunavottorðum er ætlað það hlutverk að staðfesta upprunaland tiltekinnar framleiðsluvöru. Hugtakið er fyrst og fremst þekkt úr fríverslunarsamningum, en þeir kveða á um tollfríðindi til handa vöru sem er upprunnin í aðildarlöndum viðkomandi fríverslunarsamnings.

EES bókun um uppruna vöru
Ķ EES-samningnum er að finna sérstaka bókun um uppruna vöru (Bókun 4). Meginreglan er sú að til þess að vara sé talin hafa EES uppruna þarf hún að vera framleidd innan svæðisins úr hráefnum sem þar eru fengin eða uppfylla tilteknar kröfur um aðvinnslureglur (yfirleitt miðað við að 90% af verðmæti vörunnar eigi rætur að rekja til EES svæðisins).

Ķ ofangreindri bókun er gerð krafa um notkun tiltekinna eyðublaða til sönnunar á uppruna, þ.e. EUR.1 skírteinis og yfirlýsingar útflytjanda á vörureikningi. Ríkistollstjóri gefur út EUR.1 skírteini og fyrirmynd að orðalagi fyrrgreindrar yfirlýsingar er að finna í IV. viðauka A við bókunina, en viðaukann má nálgast hér á textaformi. Án þessara sannana um uppruna njóta upprunavörurnar ekki hags af ákvæðum EES-samningsins, sbr. 15. gr. bókunarinnar.

Samkvæmt 21. gr. bókunarinnar þá er útflytjanda heimilt að gefa út ofangreinda yfirlýsingu, ásamt því að aðgreina á reikningi uppruna hverrar vöru, ef vörusending inniheldur upprunavörur að heildarverðmæti ekki meira en EUR 6.000. Fari verðmætið yfir það þá þarf annað hvort EUR.1 skírteini eða útflytjandi þarf að vera viðurkenndur, sbr. 22. gr. bókunarinnar. Yfirlýsing þessi þarf að vera vélrituð, stimpluð eða prentuð á vörureikninginn sbr. 6. mgr. 21. gr. bókunarinnar, en skv. 8. mgr. sama ákvæðis getur útflytjandi gefið út yfirlýsingu á vörureikning annars vegar þegar vörurnar eru fluttar út og hins vegar eftir útflutning þó eigi síðar en tveimur árum eftir að innflutningur átti sér stað.

Staðfesting Viðskiptaráðs
Ķ viðskiptum við ríki sem ekki hafa gert sérstaka samninga um upprunareglur er oft farið fram á staðfestingu á uppruna. Algengt er að erlendur kaupandi vöru fari fram á að íslenskur útflytjandi afli staðfestingar Viðskiptaráðs á yfirlýsingu sinni á því að varan sé íslensk. Ástæðan er það almenna traust sem viðskiptaráðin njóta um heim allan. Eru þau talin áreiðanlegri en t.d. stjórnvöld í ýmsum ríkjum þriðja heimsins.

Įritanir á yfirlýsingar eru veittar félagsmönnum án endurgjalds en gegn gjaldi til annarra (1500 kr. pr. áritun). Ef óskað er eftir að vottorð séu póstsend til umsækjanda þá leggjast 500 kr. pr. sendingu fyrir 1-10 vottorð og 500 kr. fyrir hver 10 vottorð umfram það. Að auki ef óskað er eftir að skrifstofa Viðskiptaráðs prenti út vottorð þá leggjast 100 kr. á hvert vottorð. Gjöld fyrir prentun og póstsendingu bæði fyrir félagsmenn og aðra.

Viðskiptaráð Íslands áskilur sér rétt til þess að veita ekki áritun á upprunavottorð til þeirra sem eru í vanskilum við ráðið. Sé um vanskil að ræða verða vottorðin ekki afgreidd fyrr en skuld hefur verið gerð upp. Að auki áskilur ráðið sér rétt til þess að rukka aftur í tímann fyrir upprunavottorð komi upp sú staða að félagsmaður sem nýtir sér þjónustuna endurgjaldslaust sé í vanskilum við ráðið vegna félagsgjalda

Upprunavottorðið er fyllt út af umsækjanda, undirritað og stimplað svo af hálfu Viðskiptaráðs. Athugið að láta Viðskiptaráði í té undirritað aukaeintak. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sigurjónsdóttir.

Tengt efni:


Ašild aš Višskiptarįši
Póstlisti VĶ
Višskiptarįš į FB
LinkedIn sķša Višskiptarįšs
Myndasafn Višskiptarįšs

Slóšin žķn:

Žjónusta » Upprunavottorš

Flżtileišir

English flag

Mynd


Stjórnborš

Minna letur Stęrra letur Hamur fyrir sjónskerta