Hönnunarsamkeppni um nýtt merki fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Fransk-íslenska viðskiptaráðið kynnir hugmyndasamkeppni um nýtt merki ráðsins

Um þessar mundir gengur fransk-íslenska viðskiptaráðið í endurnýjun lífdaga, eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár. Upprunalega var ráðið stofnað árið 1990.


Meginhugmynd hins „nýja“ viðskiptaráðs er að koma saman hópi fólks, sem nyti góðs af slíkum vettvangi. Hér er um að ræða íslensk fyrirtæki sem starfa í Frakklandi, innflytjendur franskra vara, Frakkar sem hafa stofnað fyrirtæki á Íslandi og frönsk fyrirtæki sem flytja vörur sínar til Íslands.

Í tilefni af endurvakningu ráðsins er efnt til hönnunarsamkeppni um nýtt merki (lógó) ráðsins. Keppnin stendur í júlí og ágúst, en vinningstillögur þurfa að hafa borist í netfangið ambafrance@ambafrance.is í síðasta lagi miðvikudaginn 15. ágúst 2012. Í verðlaun er kassi af frönsku víni og gjafabréf upp á flug fyrir einn til Parísar. Nánari upplýsingar um eftir hverju er leitað hér fyrir neðan.

Allar tillögur sem berast verða birtar á fésbókarsíðu franska sendiráðsins (án þess að tiltaka nöfn keppenda), en stjórn Fransk-íslenska viðskiptaráðsins mun ákveða vinningshafa í lok ágúst. Verðlaunaafhendingin fer síðan fram 21. september.

Tillögur í keppnina skulu berast í myndsniði (png eða jpg) og í vector-sniði (t.d. eps), í tveimur stærðum. Annars vegar í stóru sniði, 1000 x 1000 px, og hins vegar í smáu sniði, 150 x 150 px.

Að keppni lokinni mun vinningstillagan verða eign Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og verða notað á heimasíðu, bréfsefni, auglýsingar og fleira, á vegum ráðsins.

Keppnin er öllum opin.

Frekari upplýsingar: Hvernig á nýtt merki félagsins vera?

 • Sú tillaga er líklegust til sigurs sem hefur til að bera frumleika í hönnun, er stílhrein, og hefur orkumikið yfirbragð
 • Merkið skal gefa til kynna að um sé að ræða tvíhliða tengsl Íslands og Frakklands
 • Það skal innihalda fánaliti landanna tveggja: bláan, rauðan og hvítan
 • Fransk-íslenska viðskiptaráðið…
 • Er hagsmunafélag fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem stunda viðskipti milli Frakklands og Íslands
 • Hefur sem markmið að efla viðskiptatengsl milli Frakklands og Íslands á sviðum verslunar með vörur og þjónustu, samgangna og fjárfestinga
 • Er tengslanet fyrir samskipti milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við opinbera aðila
 • Er tæki viðskiptalífsins til þess að fjalla á opinberum vettvangi um hagsmunamál aðila í viðskiptum milli Frakklands og Íslands
 • Flytur á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum sem snerta viðskipti milli Frakklands og Íslands í nútíð og framtíð
 • Aðstoðar og auðveldar aðilum að ná tengslum og styrkja viðskiptasambönd
 • Heldur fundi, námsstefnur, ráðstefnur og aðstoðar við heimsóknir opinberra aðila og fulltrúa fyrirtækja

Til samanburðar má skoða merki hinna millilandaráðanna hér.

Tengt efni

Gera þarf breytingar á fjölda og fjármögnunarkerfi sveitarfélaga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (mál nr. 72/2023).
19. apr 2023

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023

Vel heppnað Viðskiptaþing 2022

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2022 sem Viðskiptaráð stóð fyrir á ...
25. maí 2022