Kynjahlutfall: miðar hægt en í rétta átt

Þann 1. september 2013 taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns sé að lágmarki 40% í stjórnum lífeyrissjóða og stærri fyrirtækja. Þetta á við um alla lífeyrissjóði, hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög og opinber hlutafélög þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn á ársgrundvelli.

Í könnun KPMG meðal íslenskra stjórnarmanna sem framkvæmd var sumarið 2011 voru vísbendingar um að fjöldi kvenkyns stjórnarmanna væri að aukast töluvert samhliða nýliðun í stjórnum en sú aukning virðist ekki duga til að auka heildarhlutfall kvenna í stjórnum. Samanburðurinn nú í ár leiðir í ljós að of fá fyrirtæki og lífeyrissjóðir nýttu síðustu aðalfundi til að fjölga konum.

Síðustu ár hefur mikið verið fjallað um mikilvægi fjölbreytni í forystu íslenskra fyrirtækja þar sem fyrirtæki hafa verið hvött til að auka hlut kvenna í stjórnum sínum. Félag kvenna í atvinnulífinu heldur úti lista yfir konur sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu og er hann aðgengilegur á vefsíðu félagsins. Tengt efni:

Tengt efni

Árangur í sóttvörnum gefur tilefni til tilslakana

Íslendingar eru meira á ferðinni en erlendir samanburðarhópar, samkvæmt gögnum ...
8. jan 2021

Röng leið að réttu markmiði

Viðskiptaráð bendir á að samkvæmt frumvarpinu virðist sem ætlunin sé að nýta ...
8. okt 2020

Ótímabærar launahækkanir

Að ráðast í launahækkanir á tímum þegar fjölmörg fyrirtæki eiga á hættu að fara ...
25. mar 2020