Vettvangurinn - Viðskiptaráð á samfélagsmiðlum

Stofnaður hefur verið umræðuhópur fyrir félaga Viðskiptaráðs á LinkedIn undir yfirskriftinni Vettvangurinn. Umræðuhópnum er ætlað að stuðla að gagnsæi í störfum ráðsins og gera félagsmönnum betur kleift að hafa áhrif á málefnastarfið. Til þess munu starfsmenn Viðskiptaráðs nýta Vettvanginn m.a. til að upplýsa félaga reglulega um verkefni sín, leita athugasemda og ráða auk þess að hvetja almennt til umræðu um málefni líðandi stundar.

Félagar geta gerst meðlimir í Vettvangnum með því að sækja um það hér.

Upplýsingamiðlun ráðsins á samfélagsmiðlum hefur jafnframt aukist með öðrum leiðum síðustu mánuði og misseri. Má þar nefna facebook síðu ráðsins sem tekin var í gagnið í ágúst 2010 þar sem fréttum, greinum, upplýsingum um viðburði og öðru útgefnu efni er miðlað áfram með reglubundnum hætti. Þá heldur Viðskiptaráð úti myndasafni á flickr þar sem myndir af fundum og öðrum viðburðum eru hýstar til að auðvelda aðgengi félaga að þeim. Að auki er Viðskiptaráð með sérstaka síðu á Linkedin, Iceland Chamber of Commerce, þar sem sérstök áhersla verður lögð á að miðla erlendu efni sem ráðið gefur út. Þessir miðlar eru í sífelldri mótun og því eru allar ábendingar félaga um betrumbætur vel þegnar á ragnar@vi.is.

Hægt er að nálgast allar síður ráðsins á samfélagsmiðlum á forsíðu vi.is.

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022